Með tölvupósti frá Skipulagsstofnun, sem dagsettur er 25. ágúst 2017, kemur fram eftirfarandi "Vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar dags. 9. ágúst sl. Í erindinu kemur fram að Dalvíkurbyggð hafi tekið ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar, tl. 10.23 í og vegna viðlegubryggju, tl. 10.14 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Í ákvörðun um matsskyldu landfyllingar kemur fram að efni í fyllinguna sé um 75.000 m³ þar af sé um helmingur dýpkunarefni. Skipulagsstofnun staðfestir að skv. upplýsingum í meðfylgjandi greinargerð er hér um framkvæmdir í C-flokki að ræða og þ.a.l. á hendi sveitarfélagsins að taka ákvörðun um matsskyldu."
Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 28. ágúst 2017, er veitt leyfi til vörpunar efnis í hafið með ákveðum skilyrðum.
Með bréfi frá umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar, sem dagsett er 30. ágúst 2017, er veitt framkvæmdar- og byggingarleyfi vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna landfyllingar L4 og lengingu viðlegubryggju.