Umhverfisráð

222. fundur 15. febrúar 2012 kl. 16:15 - 18:45 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Upsir, breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 201202066Vakta málsnúmer

Til samræmingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð er nausynlegt að breyta notkunlit á þeim hluta deiliskipulagsins sem snýr að garðlöndum. Úr frístundasvæði í opin svæði til sérstakra nota.

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020. Um minniháttar breytingu er að ræað er tekur til þess að aðalskipulagið verði breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir frístundabyggð og garðlönd í landi Upsa. Í fyrri deiliskipulagstillögunni var allt svæðið skilgreint sem frístundabyggð en hluti þess er ætlaður undir smáhýsi og garðlönd. Landnotkun og réttarstaða allra aðila er skýrari ef garðlönd eru skilgreind á opnu svæði til sérstkra nota með heimildum fyrir minniháttar byggingar s.s. geymslur og aðstöðuhús. Ákvæði og stærðarmörk verða sett í deiliskipulagi.

Lagt er til að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga sem þýðir að eftir afgreiðslu bæjarstjórnar verður rökstudd breytingartillaga sem send til Skipulagsstofnun og síðan auglýst. Fallist Skipulagsstofnun á tillögu bæjarstjórnar skal hún staðfesta hana innan fjögurra vikna.

Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga um minniháttar breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til samþykktar.

2.Skíðadalsvegur, framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201202065Vakta málsnúmer

Með bréf sem dagsett er 14. febrúar 2012, óskar Vegagerð ríkisins eftir framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Skíðadalsvegi (807) í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða að endurbygga, styrkja og leggja bundið slitlag á 3,4 km kafla á milli Skáldalækjar og Brautarhóls og um 3,5 km kafla milli Hofsár og Ytra-Hvarfs. Í tengslum við framkvæmdina er gert ráð fyrir að leggja 2,5 m breiðan reiðveg á vegstæðinu austan framkvæmdakaflanna.
Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar var gert ráð fyrir staðsetningu framangreinds vegar.

Umhverfisráð beinir því til Vegagerðarinnar að tryggja að örugg bílastæði verði við Hánefsstaðarreit svo og að útskot verði gert við Saurbæjartjörn. Einnig vill umhverfisráð vegja athygli á óskum ábúenda á Dæli og Másstöðum á lagfæringum á vegakaflanum sem liggur um hlaðið á viðkomandi bæjum. Þar er umkvörtunin rykmengun vegna umferðar, og fylgir bókun ráðsins um það málefni svari við þessu erindi.

Umhverfisráð samþykkir erindi og framkvæmdaleyfi er veitt

3.Samningur um frekari flokkun úrgangs

Málsnúmer 201202027Vakta málsnúmer

Miklar breytingar hafa verið gerðar á sorphirðu í Dalvíkurbyggð og hefur þar verið stefnt að aukinni flokkun á úrgangi. Nú eru tvær úrgangstunnur við hvert heimili auk dalls fyrir lífrænan úrgang sem fer í moltugerð. Nú er hugmyndinn að stíga enn eitt skref til frekari flokkunar á endurvinnanlegum úrgangi með því að setja einnig "dall" í endurvinnslutunnuna. Þetta úrræði mun lækka kostnað við flokkun á endurvinnanlegum úrgangi um 20% en á móti þyrfti Dalvíkurbyggð að fjárfesta í "dallinum"
Umræður urðu um úrgangsmál í sveitarfélaginu almennt og ákveðið að taka það upp aftur á næsta fundi ráðsins.

4.Skíðadalsvegur, rykmengun

Málsnúmer 201202031Vakta málsnúmer

Með rafbréfi frá 3. febrúar 2012 beinir Óskar Gunnarsson, Dæli, Skíðadal, því til umhverfisráðs að þegar Vegagerð ríkisins óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna Skíðadalsvegar verði gerð krafa um að bætt verði úr rykmengun við bæina Dæli og Másstaði, Skíðadal. Það kom fram í erindinum að ábúendur á framangreindum bæjum hafa ítrekað óskað úrbóta t.d. með því að ganga frá bundnu slitlagi einhveja hundruð metra af veginum hjá þessum bæjum enda liggur vegurinn um bæjarhlað þeirra.
Umhverfisráð beinir því til Vegagerðar ríksins að það verði við óskum ábúenda að Dæli og Másstöðum um framangreindar úrbætur samhliða framkvæmdum við Skíðadalsveg.

5.Svæði fyrir lausagöngu hunda

Málsnúmer 201202058Vakta málsnúmer

Í nóvember 2010 var samþykkt að leyfa lausagöngu hunda á skilgreindu svæði norðan Brimnesár og átti að skoða árangur af þessari staðsetningu.
Umhverfisráð beinir því til landbúnaðarráðs að það geri aðra tillögu að varanlegri lausn þar sem lausaganga hunda verði innan girðingar.

6.Hraðahindranir

Málsnúmer 201202056Vakta málsnúmer

Nú hin síðari ár hefur verið gerð meiri krafa um að hraðahindrunum verið komið fyrir til þess að tryggja öryggi vegfarenda. Dalvíkurbyggð á nú þrjár færanlegar hraðahindranir og gerir ráð fyrir að ein hlaðin verði sett upp við Svarfaðarbraut á móti göngustíg frá Dalvíkurskóla sem liggur að Svarfaðarbraut.
Umverfisráð beinir því til Vegagerðar ríkisins að hraðahirndrun við Hafnarbraut 7, Dalvík, verði lagfærð hið fyrsta.

Nauðsynlegt er að til séu fjórar lausar hraðahindranir og því þarf að kaupa eina til viðbótar. Óskað er eftir því að lögreglan komi á fund ráðsins til þess að ræða umferðamál almennt.

7.Mótorkrossakstur á svæði Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201202064Vakta málsnúmer

Mótorsportfélag Dalvíkur óskar eftir leyfi til aksturs á mótorkrosshjólum á skíðasvæði Dalvíkur. Fram kom í umsókninni að slíkur akstur yrði í góðu samstarfi og með leyfi Skíðafélagsins og þegar það væri ekki að nota skíðasvæðið fyrir sína starfssemi. Framangreind umsókn er tilkomin vegna heimildarákvæðis sem er í 9. gr. um Fólkvang í Böggvisstaðarfjalli nr. 265/2011, þar sem hægt er að frá reglum Fólksvangsins í undantekningartilvikum.
Þessi starfssemi sem sótt er um stríðir gegn hagsmunum og tilgangi Fólksvangsins að framansögðu hafnar umhverfisráð erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs