Með bréf sem dagsett er 14. febrúar 2012, óskar Vegagerð ríkisins eftir framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Skíðadalsvegi (807) í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða að endurbygga, styrkja og leggja bundið slitlag á 3,4 km kafla á milli Skáldalækjar og Brautarhóls og um 3,5 km kafla milli Hofsár og Ytra-Hvarfs. Í tengslum við framkvæmdina er gert ráð fyrir að leggja 2,5 m breiðan reiðveg á vegstæðinu austan framkvæmdakaflanna.
Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerð ríkisins sækir um leyfi til efnistöku úr landi Hofsár, Svarfaðardal. Um er að ræða um 40.000 m3 og mun frágangur á landi eftir efnistöku vera í samráði við landeiganda. Leyfi landeiganda liggur fyrir.