Hraðahindranir

Málsnúmer 201202056

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Nú hin síðari ár hefur verið gerð meiri krafa um að hraðahindrunum verið komið fyrir til þess að tryggja öryggi vegfarenda. Dalvíkurbyggð á nú þrjár færanlegar hraðahindranir og gerir ráð fyrir að ein hlaðin verði sett upp við Svarfaðarbraut á móti göngustíg frá Dalvíkurskóla sem liggur að Svarfaðarbraut.
Umverfisráð beinir því til Vegagerðar ríkisins að hraðahirndrun við Hafnarbraut 7, Dalvík, verði lagfærð hið fyrsta.

Nauðsynlegt er að til séu fjórar lausar hraðahindranir og því þarf að kaupa eina til viðbótar. Óskað er eftir því að lögreglan komi á fund ráðsins til þess að ræða umferðamál almennt.