Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer
Á 241. fundi bæjarstjórnar þann 20. nóvember 2012 var samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar tekin til síðari umræðu og hún samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.
Á 80. fundi landbúnaðarráðs þann 24. apríl 2013 voru teknar fyrir athugasemdir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við ofangreinda samþykkt.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum og send til ráðuneytisins til staðfestingar.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundi landbúnaðarráðs.
Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Björn Snorrason boðaði forföll sem og varamaður hans Óskar Óskarsson. Ekki kom varamaður í stað Óskars.