Menningarráð

28. fundur 09. nóvember 2011 kl. 17:30 - 20:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegana sýningarinnar "Friðland fuglanna" annar áfangi

Málsnúmer 201110052Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar kom inn á fundinn til að ræða stefnu sveitarfélagsins vegna Náttúrusetursins að Húsabakka.
Menningarráð vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

2.Ósk um þjónustusamning til þriggja ára

Málsnúmer 201110053Vakta málsnúmer

Menningarráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Jólatréskemmtun í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201111020Vakta málsnúmer

Auður Helgadóttir, Bjarnveig Ingvadóttir og Hólmfríður Jónsdóttir meðlimur í Lionsklúbbnum Sunnu komu á fundinn til að ræða jólatréskemmtun en sveitarfélagið hefur dregið úr styrkjum vegna þeirra.
Menningarráð ákveður að á árinu 2011 fái Lionsklúbburinn Sunna 75.000 kr. og Kvenfélagið Hvöt fái 50.000 kr. til að halda jólatréskemmtun.

 

Auði, Bjarnveigu og Hólmfríði er þökkuð koman á fundinn.

 

4.Styrkumsóknir úr Menningar- og viðurkenningasjóði 2011 (júlí 2011)

Málsnúmer 1107018Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu styrktarstjóðsins. Eyþór Ingi Gunnlaugsson fékk úthlutaðan styrk í vor sem hann hefur afþakkað.
a) Bæklingur vegna sýningar á Húsabakka

Lagður var fram bæklingur um sýninguna en fyrir liggur umsókn frá Náttúrusetrinu vegna gerðar hans.

 

Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9110.

 

b) Jólakettir

Formaður lagði fram umsókn frá Kaldo Kiis vegna tónleikanna Jólakötturinn.

 

Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9110.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs