Styrkumsóknir úr Menningar- og viðurkenningasjóði 2011 (júlí 2011)

Málsnúmer 1107018

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 28. fundur - 09.11.2011

Farið var yfir stöðu styrktarstjóðsins. Eyþór Ingi Gunnlaugsson fékk úthlutaðan styrk í vor sem hann hefur afþakkað.
a) Bæklingur vegna sýningar á Húsabakka

Lagður var fram bæklingur um sýninguna en fyrir liggur umsókn frá Náttúrusetrinu vegna gerðar hans.

 

Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9110.

 

b) Jólakettir

Formaður lagði fram umsókn frá Kaldo Kiis vegna tónleikanna Jólakötturinn.

 

Menningarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9110.