Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 6. október 2011, þar sem óskað er eftir því að gerður verði þjónustusamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúruseturs á Húsabakka og að gert verði ráð fyrir honum við gerð fjárhagsáætlunar.Ofangreint erindi var tekið fyrir á fundi menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 13. október s.l. og óskaði menningarráð eftir því við bæjarráð að tekin verði stefnumiðuð ákvörðun um á hvern hátt sveitarfélagið ætlar að standa að setrinu og óskar eftir sameiginlegum fundi um þetta mikilvæga málefni. Afgreiðslu var því frestað.