Landbúnaðarráð

76. fundur 19. september 2012 kl. 13:00 - 15:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Haraldur Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209065Vakta málsnúmer

Málaflokkar landbúnaðarráðs eru 11-70, Minka- og refaeyðing og 13-20 til 21. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárhagsrammi málaflokks 11-70 sé kr. 920.000,- og málaflokks 13-20 til 21 sé kr. 3.500.000,-. Sótt hefur verið um aukið fjárveitingu vegna sameiginlegum kostnaði vegna minkaveiði í Eyjafirði,sem er á forsjá AFE. Í málaflokki 13-20 til 21 er gert ráð fyrir sambærilegum kostnaði vegna viðhaldi á fjallgirðingum og var á árinu 2012.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám sem heyra undir ráðið á næsta ári.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

2.Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Til umræðu hefur verið breytt orðalag 6. greinar og fyrir þessum fundi liggur fyrir tillaga að eftirfarandi breytingu "Öllum umráðamönnum búfjár í sveitarfélaginu, á lögbýlum og utan þeirra er skylt að hafa það í vörslu sem hér segir:
a)
Nautgripir allt árið
b)
Hross frá þeim degi sem hrossasmölun á sér stað skv. ákvörðun bæjarstjórnar til 15 júní nema sérstaklega standi á og þá skv. ákvörðun fjallskilastjóra í umboði bæjarstjórnar.
c)
Sauðfé samkvæmt gildandi fjallskilasamþykkt.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða breytingu og sendir bæjarstjórn Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til endanlegrar staðfestingar.

3.Breyting á samþykktir um Hunda- og kattahaldi í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar þær athugasemdir sem umhverfisráðuneytið hefur gert á umræddum samþykktum.
Landbúnaðarráð samþykkir þær athugasemdir sem gerðar voru á Samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð og Samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð og sendir þær til staðfestnga bæjarstjórnar.

4.Refa- og minkaeyðing

Málsnúmer 201205094Vakta málsnúmer

Á síðustu árum hefur refum fjölgað mjög mikið og valdið sauðfjáreigendum töluverðu tjóni. Í þessu sambandi má benda til síðustu atburða er mikill fjöldi sauðfjár fennti í kaf og voru bitinn til ólífis í stórum stíl.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar beinir því til stjórnvalda að nú þegar verði sett sérstakt fjármagn til eyðingu refa.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Haraldur Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs