Landbúnaðarráð

104. fundur 14. apríl 2016 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Erna Rudolfsdóttir, aðalmaður, boðaði forföll, og hennar varamaður, Þorleifur Albert Reimarsson, mætti í hennar stað.

1.Stofnun fjallskilasjóðs í Árskógsdeild

Málsnúmer 201603052Vakta málsnúmer

Til kynningar endurskoðað erindisbréf fyrir fjallskilanefnd Árskógsdeildeildar. Lagt er til að fjallgirðingarsjóður verði að hluta til í umsjá fjallskilanefndar Árskógsdeildar.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið með þeim áorðnu breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að ræða við eiganda að Hálsi hvað varðar girðingarmál í Árskógsdeild.
Ingvar Kristinsson starfsmaður umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn undir þessum lið kl 08:50

2.Leiga á landi í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201506094Vakta málsnúmer

Til umræðu leigulönd við Árgerði ofl.
Landbúnaðarráð getur ekki orðið við umbeðinni ósk um leigu á landi þar sem í gildi er samningur um óræktað land vestan Árgerðis sem ekki eru gild rök að segja upp.
Ingvar vék af fundi kl 09:30

3.Fjallgirðingar 2016

Málsnúmer 201602059Vakta málsnúmer

Til umræðu áætlun og tillögur fjallskilanefndar vegna viðhalds á fjallgirðingu á Árskógsströnd sumarið 2016.
Landbúnaðarráð leggur til að aukafjármagn sem lagt er til girðingarinnar verði nýtt til endurbyggingar, en innheimt gjald í fjallskilasjóð verði nýtt til viðhalds á þeirri girðingu sem fyrir er. Sviðsstjóra falið að gera drög að samningi við verktaka að undangenginni verðkönnun.

4.Rannsóknir og útrýming á mink, endurgreiðsla styrkja

Málsnúmer 201603073Vakta málsnúmer

Til kynningar bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 7. mars 2016 þar sem tilkynnt er um endurgreiðslu vegna tilraunaverkefnis um svæðisbundna útrýmingu minka á árunum 2007-2009.
Ráðið fagnar endurgreiðslunni, en minnir á að enn eru stundaðar minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.

5.Refa og minkaeyðing 2016

Málsnúmer 201602061Vakta málsnúmer

Til kynningar tillaga að reglum vegna refaveiða
Landbúnaðarráð samþykkir framlagðar reglur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að upplýsa þá veiðimenn sem fengið hafa greitt fyrir skott á undanförnum árum um þessar nýju reglur.
Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi kl 09:10

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs