Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar.
201602061 - Refa og minkaeyðing 2016
Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu.
Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.
Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.
Vetrarveitt dýr kr. 9.000
Grenjadýr kr. 14.000
Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500
Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.
Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30
Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er varðar reglur um gildandi greiðslur og rök fyrir tillögu að breytingum:
Gildandi reglur vegna greiðslu fyrir refaskott voru eftirfarandi.
Grenjadýr kr. 9.000
Vetraveitt dýr kr 9.000, en fyrir þá sem ekki voru ráðnir skyttur kr 7.000.
Kílómetragjald var svo greitt ásamt tímagjaldi við grenjavinnslu.
Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við þær reglur sem gilda í sveitarfélögunum í kringum okkur og gera það að verkum að betra er að halda utan um útlagðan kostnað.
Til umræðu ofangreint.