Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Freyr Antonsson, varaformaður landbúnaðarráðs, kl. 13:00.
Á 103. fundi landbúnaðarráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.
Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum. Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að fjallskilagjaldi vegna fjallgirðingar.
Tillögur fulltrúa landeigenda á Árskógsströnd um stofnun fjallgirðingarsjóðs, bréf dagsett þann 6. mars 2016.
Drög að erindisbréfi fyrir fjallskiladeild Árskógsdeildar.
Minnisblað sveitarstjóra um fjallgirðingar og fjallgirðingarsjóð.
Til umræðu ofangreint.
Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins.