Landbúnaðarráð

72. fundur 15. febrúar 2012 kl. 13:15 - 13:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð hefur verið að endurskoða Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð og hefur fengið ýmsa aðila til þess að fá álit og tillögur. Það má nefna Ólaf Dýrmundsson og fjallskilastjóra í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð samþykkir að óska eftir áliti Bændsamtaka Íslands á framlagðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð.

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201111055Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 11. nóvember 2011 óskar Sigurður Guðmundsson, Bessastöðum, leyfis til að halda kindur að Bessastöðum. Hann hefur hug á að hefja búrekstur haustið 2012.
Landbúnaðarráð samþykkir erindir en bendir Sigurði á að fylla þarf út umsókn um framangreint efni.

3.Breyting á samþykkt um Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Í Dalvíkurbyggð hefur verið til sameiginleg samþykkt um hunda- og kattahald. Vegna ýmissa orsaka er talið heppilegt að breyta formi á framangreindri samþykkt og hafa þær tvær og ítarlegri. Nokkur tími er síðan að samþykkt um katthald var afgreidd í landbúnaðarráði og nú er komið að samþykkt um hundahald.
Landbúnaðarráð samþykkir að senda framagreindar samþykktir um til skoðunar hjá umhvefisráðuneyti og og öðrum þeim sem um þær þurfa að fjalla.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs