Landbúnaðarráð

75. fundur 18. júlí 2012 kl. 13:00 - 15:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Sveinn Torfason Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélalög við Eyjafjörð.

Málsnúmer 201207014Vakta málsnúmer

Undir þessum fundarlið sátu Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri og Ólafur Vagnsson, héraðsráðunautur.
Til glöggvunar útskýrði Ólafur fyrir fundarmönnum ýmsar greinar í fjallskilasamþykktinni.
Landbúnaðarráð þakkar Ólafi fyrir að koma á fundinn og túlka og útskýra fyrir ráðinu gildandi fjallskilasamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð. 

2.Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Undir þessum fundarlið sátu Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri og Ólafur Vagnsson, héraðsráðunautur.
Umræður urðu um ýmsar greinar samþykktarinnar.Ólafur Vagnsson vék af fundi.
Landbúnaðarráð felur formanni og sviðstjóra að gera tillögu að breytingu á drögum að samþykktum um búfjárhald í Dalvíkurbyggð og leggja þau fyrir næsta fund ráðsins.

3.Upprekstur á Þorvaldsdal

Málsnúmer 201205103Vakta málsnúmer

Undir þessum fundarlið sat Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri.
Sjá afgreiðslu landbúnaðarráðs um framangreint málefni.
Landbúnaðaráð vill beina því til umsækjanda að halda hrossunum í afrétt á Þorvaldsdal samkvæmt umsókn. Gangi það ekki eftir verður leyfið afturkallað.

4.Förgun á dýrahræum

Málsnúmer 201207025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri.
Umræður hafa verði um þau úrræði sem eru fyrir bændur að farga þeim dýrum sem drepast. Gámur er staðsettur á endurvinnslustöðunni við Sandskeið fyrir dýrahræ sem síðan er farið með til brennslu til Háusavíkur.
Svanfríður Inga Jónasdóttir vék af fundi.
Á fundinum var kynnt gjaldskrá sem í gildi er í Eyjafjarðarsveit um förgun dýrahræja.
Landbúnaðarráð leggur til að haldinn verði fundur með bændum um úrgangsmál sem snerta búrekstur með haustinu.

5.Breyting á samþykktir um Hundahald og kattahald í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Samþykktirnar voru sendar til umsagnar til umhverfisráðinátuneyti og gerði ráðuneytið nokkrar athugasemdir við samþykktirnar.
Landbúnaðarráð hefur yfirfarið þær athugasemdir sem borist hafa og felur sviðstjóra að lagfæra samþykktirnar í samráði við ráðuneytið.

6.Erindisbréf landbúnaðarráðs

Málsnúmer 201207026Vakta málsnúmer

Nauðsynlegt er að skoða erindisbréf ráða og nefnda Dalvíkurbyggðar reglulega.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Sveinn Torfason Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs