Málsnúmer 201810101Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram til kynningar reglur Dalvíkurbyggðar um birtingu gagna með fundargerðum. Reglum þessum er ætlað að auka aðgang íbúa Dalvíkurbyggðar að gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækjum þess og samtaka sem það á aðild að, sem lögð eru fram í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins eftir því sem lög og reglugerðir heimila sem og í samræmi við stefnur Dalvíkurbyggðar. Almenna reglan er sú að birta skal öll gögn á vef sveitarfélagsins sem lögð eru fyrir ráð og nefndir nema erindi frá einstaklingum, þau eru ekki birt nema viðkomandi óski þess. Óheimilt er þó að birta gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, bréfaskrif við sérfróða aðila til afnota í dómsmálum, vinnuskjöl og innri minnisblöð, gögn er tengjast málefnum einstakra starfsmanna, gögn sem þagnarskylda gildir um og óski málsaðili sérstaklega eftir að gögn birtist ekki. Ef réttmætur vafi er á því hvort lög heimili birtingu gagna skulu þau að jafnaði ekki birt.