Síðastliðið sumar sendi umboðsmaður barna út könnun um vinnuskóla fyrir ungmenni. Gísl Rúnar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svaraði fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.