Íþrótta- og æskulýðsráð

56. fundur 06. maí 2014 kl. 14:30 - 18:30 í félagsheimilinu Árskógi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Dagskrá

1.Samningur um gæslu á tjaldsvæðum í kringum fiskidaginn 2014

Málsnúmer 201404138Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að samningi við Dalvík/Reyni um framkvæmd á innheimtu og gæslu á tjaldsvæðum á Dalvík á Fiskidaginn mikla 2014. Samningurinn felur í sér gæslu og innheimtu frá þriðjudeginum 5. ágúst til mánudagsins 11. ágúst. Stefnt er að undirritun í næstu viku. Ráðið gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

2.Framlenging á samstarfssamningi

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi, frestað til næsta fundar. Fulltrúar skíðafélagsins ásamt framkvæmdastjóra mættu á 696. fund Byggðaráðs þar sem þeir gerðu grein fyrir því að þótt ákveðinn árangur hafi náðst og hagræðing orðið í rekstri á samingstímanum þá dugi það ekki til miðað við núverandi tekjur og styrki félagsins og óbreytta starfsemi. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur óskar því eftir framlengingu á samningi við Dalvíkurbyggð um kostun framkvæmdarstjóra.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur skipaður tveimur fulltrúum frá Skíðafélaginu, tveimur frá íþrótta- oo æskulýðsráði ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Starfshópurinn fengi það verkefni að móta tillögur um úrlausn málsins og leggja fyrir Byggðaráð. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Dagbjörtu Sigurpálsdóttur og Snæþór Arnþórsson í starfshópinn. Ráðið óskar eftir því að málið verði klárað með núverandi stjórn fyrir aðalfund félagsins. Lögð er áhersla á að vinna hratt og er áætlað að starfshópurinn skili af sér tillögu eigi siðar en 14. júní nk.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir umsögn stjórnar skíðafélagsins við skýrslu og framtíðarsýn framkvæmdarstjóra.

3.Vinnuskóli sumarið 2014

Málsnúmer 201402089Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrú kynnti stöðu varðandi vinnuskólann. Búið er að ráða Elínu Rós Jónasdóttur sem forstöðumann Vinnuskólans. Búið er að ganga frá ráðningu átta flokksstjóra og er kynjaskipting jöfn. Skráning ungmenna stendur yfir. Ákveðið var að skráning færi fram í gegnum Mína Dalvíkurbyggð og þurfa því allir nemendur að sækja sér Íslykil. Vegna þessa hefur skráning tafist, en lögð er áhersla á að fara þessa leið m.a. til þess að kenna ungmennum á almennt umsóknarferli.

4.Iðkendaupplýsingar úr æskurækt

Málsnúmer 201403196Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tölfræði niðurstöður sem unnar hafa verið úr iðkendatölum úr æskurækt. Hlutfall hvatagreiðslna stendur í sumum tilfellum alfarið undir kostnaði á þátttökugjöldum viðkomandi einstaklings og að verulegu leyti í mörgum tilfellum. Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að skráning verði 100% í æskuækt til að samanburður milli ára verði marktækur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni Víkurrastar falið að vinna að því með félögunum að skrá alla iðkendur í æskurækt.

5.Ársreikningar íþróttafélaga 2013

Málsnúmer 201404131Vakta málsnúmer

Kl. 16:30 mættu á fundinn mættu fulltrúar íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð og sátu til loka. Eftirfarandi voru mættir:
Kristján Ólafsson (UMFS)
Þórunn Andrésdóttir (Fimleikadeild UMFS)
Eyrún Rafnsdóttir (Barna og unlingaráð
UMFS)
Magnús Magnússon (Frjálsíþróttadeild UMFS)
Magni Óskarsson (Dalvík/Reynir)
Gísli Bjarnason (Golfklúbburinn Hamar)
Elín Björg Unnarsdóttir (Sundfélagið Rán)
Marinó Þorsteinsson (Ungmennafélagið Reynir)
Jón Haraldur Sölvason og xxx (Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður)
Lilja Björk Reynisdóttir (Hestamannfélagið Hringur)
Jón Halldórsson og Gerður Olafsson (Skíðafélag Dalvíkur)

Hvert félag gerði grein fyrir ársreikningi síns félags í stuttu máli. Rætt var um stöðu félaganna og framtíð þeirra.

6.Unglingalandsmót UMFÍ 2017. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201402126Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsókn um Unglingalandsmót UMFÍ 2017. UMSE hefur sent inn umsókn til UMFÍ og nú er beðið eftir að fá að fylgja umsókninni eftir með kynningu. Rædd var aðkoma félaganna að mótinu og hversu miklu máli skiptir fyrir íþróttafélögin að fá að halda slík stórmót.

7.Siðareglur íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201404136Vakta málsnúmer

Rætt var um gerð siðareglna íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt samstarfssamningi milli félaganna og Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að félögin verði búin að setja sér siðareglur fyrir árslok 2015. Sundfélagið Rán hefur nú þegar sett sér slíkar siðareglur og skilað þeim inn til Dalvíkurbyggðar. Þorsteinn Svörfuður hefur einnig sett sér siðareglur og barna- og unglingaráð er langt á veg komin. Félögin voru hvött til að hefja vinnu við siðareglur sem fyrst.

8.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201403198Vakta málsnúmer

Ýmir mál voru rædd á fundinum sem ekki voru formlega á dagskrá:

Sameiginlegur búningur fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð:
Barna- og unglingaráð er komið af stað með það að kaupa hvítar húfur og munu gera það. Önnur félög/einstaklingar geta þá keypt húfur af þeim. Var því fagnað af öllum félögum og allir á því að þetta væri gott skref í rétta átt. Einnig lögð áhersla á að koma starfshópnum um búningamál aftur saman. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kalla saman hópinn.

Framtíð Sundskála Svarfdæla:
Kristján Ólafsson þakkar fyrir samstarfið undanfarin ár. Kristján gerir athugasemdir við það að ekki hafi verið klárað vinnu við að koma framtíð sundskála Svarfdæla í fastar skorður og skorar á íþrótta- og æskulýðsráð að klára það mál. Íþrótta- og æskkulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að vinna starfshóps væri langt á veg komin og er gert ráð fyrir að skila niðurstöðum í næstu viku.

Reglur um íþróttamann Dalvíkurbyggðar:
Gísli Bjarnason tók upp umræðu um reglur um val á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Rætt var um aldurstakmörk og fjölda aðila sem félögin tilnefna.

Aðstöðumál í íþróttamiðstöð
Gísli Bjarnason gerði athugasemdir við það að ekki sé búið að klára að kaupa búnað í íþróttamiðstöðina, s.s. borð og stóla í andyri. Einnig rætt um nauðsyn þess að kaupa almennilega stóla og borð í Árskógi.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.