Vinnuskóli sumarið 2014

Málsnúmer 201402089

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna varðandi vinnuskóla sumarsins. Búið er að auglýsa eftir forstöðumanni og flokksstjórum. Unnið er að fræðsluhlutanum í samvinnu við forstöðumann Víkurrastar.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir eftirfarandi vinnufyrirkomulag fyrir nemendur vinnuskóla sumarið 2014:
Árgangur 2000 vinnur 6 vikur, 3 klukkustundir á dag.
Árgangur 1999 vinnur 9 vikur, 3 klukkustundir á dag.
Árgangur 1998 vinnur 10 vikur, 6,5 klukkustundir á dag.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að laun nemenda hækki sem svarar um 3% frá árinu 2013. Laun verða þá eftirfarandi á klukkustund:
Árgangur 2000: 447
Árgangur 1999: 516
Árgangur 1998: 619

Með fundarboði fylgdi jafnframt tillaga að gjaldskrá fyrir þjónustu vinnuskóla. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna en um er að ræða u.þ.b. 5% hækkun. Jafnframt samþykkir ráðið að gagnger endurskoðun eigi sér stað á gjaldskránni í framhaldinu.


Friðjón vék af fundi 09:15

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Gísli Rúnar Gylfason íþrótta og æskulýðsfulltrúi og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynna verkefni komandi sumars og fyrirkomulag vinnuskóla.
Umhverfisráð þakkar þeim Gísla Rúnari og Vali Þór fyrir góða kynningu á verkefnum sumarsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. fundur - 06.05.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrú kynnti stöðu varðandi vinnuskólann. Búið er að ráða Elínu Rós Jónasdóttur sem forstöðumann Vinnuskólans. Búið er að ganga frá ráðningu átta flokksstjóra og er kynjaskipting jöfn. Skráning ungmenna stendur yfir. Ákveðið var að skráning færi fram í gegnum Mína Dalvíkurbyggð og þurfa því allir nemendur að sækja sér Íslykil. Vegna þessa hefur skráning tafist, en lögð er áhersla á að fara þessa leið m.a. til þess að kenna ungmennum á almennt umsóknarferli.