Íþrótta- og æskulýðsráð

54. fundur 04. mars 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Samningur um gamla íþróttahúsið við Golfklúbbinn Hamar

Málsnúmer 201203013Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Íþrótta- og æskulýðsráðs fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars Gísli Bjarnason. Farið var yfir þær endurbætur sem golfklúbburinn hefur farið í á Víkurröst og mögulegan frádrátt félagins á leigu vegna þeirra framkvæmda samkvæmt gildandi samningi við félagið.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að þær framkvæmdir sem Golfklúbburinn hefur lokið við gangi upp í leigugreiðslur út samningstímann. Jón Ingi Sveinsson greiddi atkvæði á móti. Ráðið ítrekar þó að golfklúbbnum ber að sinna minniháttar viðhaldi út samningstímann.

2.Möguleg ný staðsetning golfvallar

Málsnúmer 201402063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Íþrótta- og æskulýðsráðs, fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars, Gísli Bjarnason. Gísli kynnti tillögu að nýrri staðsetningu golfvallar, sunnan við Skíðasvæðið í fólkvangnum.

Gísli vék af fundi kl. 8:40 og honum þakkaðar upplýsingarnar.

3.Vinnuskóli sumarið 2014

Málsnúmer 201402089Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna varðandi vinnuskóla sumarsins. Búið er að auglýsa eftir forstöðumanni og flokksstjórum. Unnið er að fræðsluhlutanum í samvinnu við forstöðumann Víkurrastar.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir eftirfarandi vinnufyrirkomulag fyrir nemendur vinnuskóla sumarið 2014:
Árgangur 2000 vinnur 6 vikur, 3 klukkustundir á dag.
Árgangur 1999 vinnur 9 vikur, 3 klukkustundir á dag.
Árgangur 1998 vinnur 10 vikur, 6,5 klukkustundir á dag.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að laun nemenda hækki sem svarar um 3% frá árinu 2013. Laun verða þá eftirfarandi á klukkustund:
Árgangur 2000: 447
Árgangur 1999: 516
Árgangur 1998: 619

Með fundarboði fylgdi jafnframt tillaga að gjaldskrá fyrir þjónustu vinnuskóla. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna en um er að ræða u.þ.b. 5% hækkun. Jafnframt samþykkir ráðið að gagnger endurskoðun eigi sér stað á gjaldskránni í framhaldinu.


Friðjón vék af fundi 09:15

4.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samantekt, sem fylgdi með fundarboði, á því með hvaða hætti tjaldsvæði eru rekin á Norðurlandi. Þau eru ýmist rekin af sveitarfélögunum sjálfum, þá oftast með tengingu við íþróttamiðstöðvar, eða svæðin boðin út til rekstraraðila.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim möguleika að láta vinnuskóla sjá um svæðið á virkum dögum og að ráðinn yrði starfsmaður um helgar til að sjá um tjaldsvæðið. Nokkur umræða var um hvort íþróttafélög gætu verið hentugur rekstraraðili að tjaldsvæðinu og er það leið sem íþrótta- og æskulýðsráð er áhugasamt um að skoða nánar.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að rekstur svæðisins verði ekki boðinn út þetta sumarið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falin nánari útfærsla á starfsmannahaldi í samvinnu við Vinnuskóla og íþróttamiðstöð.

5.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi Dalvíkurbyggð. Sótt hefur verið um styrk í Lýðheilsusjóð til innleiðingar á verkefninu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gerður verði samningur við Embætti Landlæknis um að Dalvíkurbyggð verði heilsueflandi samfélag og felur sviðssjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi þess efnis. Einnig leggur ráðið til að starfshópurinn starfi áfram á meðan verkefnið stendur. Jafnframt lýsir íþrótta- og æskulýðsráð ánægju sinni með málþingið og starf vinnuhópsins sem og annarra sem komið hafa að verkefninu.

6.Styrkumsókn vegna skíðamóts

Málsnúmer 201402114Vakta málsnúmer

Skíðafélögin á Ólafsfirði og Dalvík óska eftir styrk vegna unglingameistaramót Íslands sem haldið verður dagana 28.-30 mars 2014. Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu til úthlutarfundar ráðsins í desember og er óskað eftir að uppgjör vegna mótsins liggi þá fyrir. Jafnframt er íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við mótsnefnd um mögulega aðstöðu í Víkurröst.

7.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201403012Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lögðu fram tillögu að breytingum á reglum um hvatagreiðslur. Lagt er til að réttur til hvatagreiðslna miðist við fæðingarár, ekki fæðingardag. Upp hafa komið vandamál varðandi kerfið ef miðað er við fæðingardag, sem myndi leysast ef miðað er við fæðingarár. Gengið verður frá endurgreiðslum til foreldra barna fædd 2008 sem skráð hafa börn sín í frístundir á árinu og hafa ekki fengið hvatagreiðslur.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir breytingarnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi