Íþrótta- og æskulýðsráð

30. fundur 01. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi á þriðju hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

1.Gamla íþróttahúsið á Dalvík

Málsnúmer 201110107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn forsvarsmenn Golfklúbbsins Hamars þeir Sigurður Jörgen Óskarsson og Rögnvaldur Friðbjörnsson. Til umræðu var sá möguleiki að félagið kaupi eða geri langtímaleigusamning við Dalvíkurbyggð um gamla íþróttahúsið.
& 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra að skoða nánari útfærslur í samráði við bæjarstjóra.

2.Frá Hestamannafélaginu Hringi; Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu

Málsnúmer 1109070Vakta málsnúmer

Erindi frá Hestamannafélaginu Hringi barst til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir síðasta fund ráðsins en ekki náðist ekki að taka það fyrir þá. Í erindinu óskar Hestamannafélagið Hringur eftir styrk í formi niðurfellingar á húsaleigu á Rimum vegna dansleikjahalds í fjáröflunarskyni.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu og stefnir á að búa til reglur ráðsins fyrir erindi sem þessi.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201110029Vakta málsnúmer

Jónína Guðmundsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent kom inn fundinn undir þessum lið kl. 9:00.
Jónína fór yfir vinnuferlið og gerði grein fyrir úrvinnslunni en 24 einstaklingar sóttu um starfið:

 

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að xxx verði ráðinn í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

 

4.Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Skýrsla um tjaldsvæðagæslu á Fiskidaginn mikla

Málsnúmer 201110050Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir skýrsla frá Ungmennafélagi Svarfdæla vegna gæslu á tjaldstæði Fiskidagsvikuna. Þar koma fram ýmsar hugmyndir að úrbótum og ósk um að Dalvíkurbyggð og Ungmennafélagið gangi tímanlega frá samningi sín á milli vegna gæslu á árinu 2012.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð mun fara enn frekar yfir skýrsluna og hugmyndir að úrbótum þegar nýr íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur hafið störf.

5.Undirskriftarlisti frá börnum í Árskógarskóla. Ósk um sparkvöll

Málsnúmer 201110017Vakta málsnúmer

Tekinn var fyrir undirskriftarlisti frá börnum þar sem óskað er eftir sparkvelli við Árskógaskóla.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar börnunum fyrir listann og óskar eftir því við nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa aðhann  skoði kostnað við sparkvöll. Jafnframt óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því við bæjarstjórn að sparkvöllur verði settur inn í  mögulegar breytingar á skólahaldi í Árskógi.

6.Önnur mál

Málsnúmer 201110108Vakta málsnúmer

a) Rætt var um hátíðarfund ráðsins en stefnt er á að hafa fundinn 29. desember nk. Formaður ráðsins ætlar að taka utan um undirbúning.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.