Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Skýrsla um tjaldsvæðagæslu á Fiskidaginn mikla.

Málsnúmer 201110050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 598. fundur - 20.10.2011

Tekin fyrir skýrsla frá knattspyrnudeild Dalvík/Reynir vegna starfa deildarinnar samkvæmt samningi við Dalvíkurbyggð um innheimtu og gæslu á tjaldsvæðum dagana fyrir og eftir Fiskidaginn mikla 2011.Fram koma ýmsar ábendingar varðandi það sem betur mætti fara og m.a. bent á að aðstaðan á tjaldsvæðinu er orðin verulega þreytt.
Bæjarráð vísar ofangreindri skýrslu til íþrótta- og æskulýðsráðs.  Bæjarráð er þeirrar skoðunar að þróa eigi þetta fyrirkomulag áfram.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 30. fundur - 01.11.2011

Tekin var fyrir skýrsla frá Ungmennafélagi Svarfdæla vegna gæslu á tjaldstæði Fiskidagsvikuna. Þar koma fram ýmsar hugmyndir að úrbótum og ósk um að Dalvíkurbyggð og Ungmennafélagið gangi tímanlega frá samningi sín á milli vegna gæslu á árinu 2012.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð mun fara enn frekar yfir skýrsluna og hugmyndir að úrbótum þegar nýr íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur hafið störf.