Frá Hestamannafélaginu Hringi; Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu

Málsnúmer 1109070

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 30. fundur - 01.11.2011

Erindi frá Hestamannafélaginu Hringi barst til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir síðasta fund ráðsins en ekki náðist ekki að taka það fyrir þá. Í erindinu óskar Hestamannafélagið Hringur eftir styrk í formi niðurfellingar á húsaleigu á Rimum vegna dansleikjahalds í fjáröflunarskyni.
 

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu og stefnir á að búa til reglur ráðsins fyrir erindi sem þessi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 31. fundur - 06.12.2011

Tekið var fyrir beiðni frá Hestamannafélaginu Hringi sem var til umfjöllunar á 30. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem það uppfyllir ekki reglur afreks- og styrktarsjóðs. Íþrótta- og æskulýðsráð ætlar á nýju ári að skoða hvort það hafi möguleika að koma til móts við kostnað  íþróttafélaga við dansleikjahald.