Fræðsluráð

276. fundur 09. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsvið.
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson, boðaði forföll og engin varamaður mætti í hans stað.

Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Kristín Magdalena Dagmannsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla, Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, fulltrúi foreldra á Krílakoti,

1.Kynning á ÍSAT verkefni

Málsnúmer 202211016Vakta málsnúmer

Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor í HA og Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar hjá HA, kynntu ÍSAT verkefnið sem verður í gangi hjá öllum skólunum í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.
Hermína og Jenný fóru af fundi kl. 09:10

2.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2022

Málsnúmer 202210072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga dags. 18. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Boð til samráðs við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu

Málsnúmer 202210083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Mennta - og barnamálaráðuneyti dags. 20. október 2022.
Lagt fram til kynningar

4.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir fjárhagsárið 2023.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs er falið að ganga frá gjaldskrá Dalvíkurbyggðar í samræmi við þær umræður sem fóru fram á fundinum.

5.Niðurstöður úr foreldrakönnun

Málsnúmer 202211017Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, fara yfir helstu niðurstöður úr foreldrakönnun og kynna umbótaáætlun.
Lagt fram til kynningar.

Benedikt Snær leggur fram eftirfarandi bókun.

Þann 13. september síðastliðinn óskaði ég eftir því við sviðsstjóra fræðslusviðs að fá niðurstöðu á könnun sem var gerð meðal starfsmanna Krílakots síðastliðið haust. Í svari frá sviðsstjóra segir að niðurstöður könnunarinnar komi síðar til kynningar fræðsluráðs því að þegar gerðar eru svona kannanir þá þurfa stjórnendur og starfsfólk að vinna umbótaáætlun.

Til mín hafa leitað starfsmenn leikskólans sem hafa viljað fá mitt álit á niðurstöðum könnunarinnar en ég hef ekki getað gefið svör, þar sem visvítandi er verið að halda frá mér gögnum. Mér finnst mjög óeðlilegt að starfsmenn leikskólans hafa fengið kynningu á niðurstöðum hennar fyrir margt löngu, en fyrir okkur í fræðsluráði er eins og þessi könnun hafi aldrei verið gerð.

Ég legg því til þá tillögu að þegar gerðar eru kannanir í þeim stofnunum sem heyra undir fræðslusvið, hvort sem það eru nemenda, foreldra eða starfsmanna kannanir, þá séu niðurstöður þeirra lagðar strax fyrir Fræðsluráð, óháð því hvort að úrbótaáætlun liggji fyrir, enda verður hún kynnt fræðsluráði þegar hún er fullgerð.

Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að niðurstöður kannanna verð kynntar um leið og þær liggja fyrir.

6.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað dags. 3.október 2022 frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur til við Eigna- og framkvæmdadeild að Benedikt Snær verði aðili fræðsluráðs inn í stýrihóp um leikskólalóð.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsvið.