Málsnúmer 201507010Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 22. september 2015 frá Velferðarráðuneytinu þar sem ráðuneytið tekur fyrir bréf dags. 3. maí frá sveitarfélögunum Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sem óska eftir undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða skv. 2. mgr.4.gr. laga nr. 59/1992. Sveitarfélögin hafa verið aðilar að byggðarsamlaginu Rótum frá stofnun þess í janúar 2014 en hyggst nú ætla að stofna eigið þjónustusvæði. Ráðuneytið fellst á rök umsækjenda að landfræðilegar aðstæður geti hamlað samstarfi til vesturs og tekur undir þau sjónarmið að sveitarfélögin séu líkleg til þess að geta leyst verkefnið saman með góðum árangri, enda samgöngur greiðar milli sveitarfélaganna. Í ljósi þess fellst ráðherra á, með vísan til 3. mgr.4.gr. laga nr. 59/1992 að veita sveitarfélögunum sameiginlega undaþágu frá lágmarksíbúatölu þjónustusvæða enda uppfylli þau ákveði 1. og 2. mgr. 8.gr. laganna um gerð stofnskjals og samstarfssamnings. Undanþágan er tímabundin í eitt ár frá og með 1. janúar 2016. Ráðherra leggur áherslu á að undanþágutíminn verði nýttur til þess að kanna gaumgæfilega möguleika til samstarfs til austur til Eyjafjarðarsvæðisins.