Félagsmálastjóri leggur fram erindi frá Aflinu dags. 24.09.2015. Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hóf starfsemi sína árið 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir alla þá sem beittir hafa verið kynferðis- og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leita margir þolendur eineltis. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Í ársskýrslu Aflsins fyrir árið 2014 kemur fram að töluverð fjölgun er í einkaviðtölum frá ári til árs og er svo einnig þetta árið. Fyrirséð er að yfirstandandi ár verður Aflinu fjárhagslega erfitt þar sem lækkun varð á rekstrarstyrk frá Velferðarráðuneytinu m.a. og óskar Aflið eftir fjárhagslegum styrk svo mögulegt sé að halda áfram að reka Aflið og styðja þar með við þjónustu við brotaþola ofbeldis í heimabyggð.