Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar drög af stefnu í málefnum aldraðra 2023-2027 frá vinnuhóp. Verkefni vinnuhópsins var að taka stefnu Dalvíkurbyggðar í málefnum aldraðra heildstætt til endurskoðunar. Markmið hópsins er að draga fram skýra framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð ásamt markvissri aðgerðaráætlun. Vinnuhópurinn skal hafa samráð við hagsmunaaðila vegna málaflokksins s.s. við Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Öldugaráð, Starfsmenn sveitarfélagsins og annarra (s.s. Dalbæ, HSN) er starfa að málefnu aldraðra, við íþróttafélög og félagasamtök, við Fræðslu- og menningarsvið vegna Heilsueflandi samfélags, Ungmenna ráð og fleiri. Vinnuhópurinn skal leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Fara yfir og skilgreina þá þjónustu sem
a) Dalvíkurbyggð ber að veita í málefnum aldraðra,
b) sem Dalbæ ses. ber að veita í málefnum aldraðra og
c) sem HSN ber að veita í málefnum aldraðra.
Sjöfn Ólafsdóttir starfsmaður félagsmálasviðs sat einnig fundinn.