Ráðningarstyrkur

Málsnúmer 202306027

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 270. fundur - 13.06.2023

Tekin fyrir rafpóstur ráðgjafa frá Vinnumálastofnun dags. 7.júní sl. Þar sem verið er að óska eftir hvort að félagsþjónustan geti gert ráðningarstyrk til atvinnurekanda í stað þess að greiða fjárhagsaðstoð. Um er að ræða flóttamenn sem eru að flytja til Dalvíkur og vill atvinnurekandi á staðnum ráða flóttamennina til vinnu. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa gert slíka styrki.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur um ráðningarstyrk við atvinnurekendur í samræmi við framfærslukvarða Dalvíkurbyggðar til tveggja mánaða þegar staðfesting um stöðu flóttamanna liggur fyrir. Starfsmönnum er falið að afla upplýsinga og ganga frá samningi um ráðningarstyrk.