Málsnúmer 201803038Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Félagi íslenskra kraftamanna, dagsett þann 9. mars 2018, þar sem fram kemur að stefnt er á að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins í annað sinn dagana 23. - 25. ágúst 2018 víðsvegar um Norðurland.
Í sjónvarpsþættinum sem gerður verður um keppnina og verður afhentur fullunninn til sýningar hjá RÚV er fléttað saman við aflraunirnar, hrikalegri náttúru , sögu staðana sem farið er á og lífi fólksins þar fyrr og síðar, þetta á að vera svona menningar þáttur í bland við krafta.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 140.000 og jafnvel gistingu og einni máltíð (morgunmatur, hádegismatur eða kvöldverður).