Byggðaráð

860. fundur 15. mars 2018 kl. 13:00 - 15:18 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans Valdemar Þór Viðarsson mætir í hans stað. Varaformaður, Kristján Guðmundsson, stjórnaði fundi.

1.Frá Whales Hauganes ehf; Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi

Málsnúmer 201707003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs, kl. 13:00.

Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var m.a. bókað:
"Með fundarboði fylgdi nýtt erindi frá Árna Halldórssyni fyrir hönd Whales Hauganes ehf., móttekið þann 6. mars 2018, þar sem erindið frá 3. júlí 2017 er ítrekað þar sem óskað er eftir flotbryggju, enda hafi fyrirtækið ekki trú á að hægt sé að bæta aðgengið nema með flotbryggju. Óskað er eftir að fá byggðaráð í heimsókn á hafnarsvæðið á Hauganesi sem allra fyrst til að skoða aðstæður og fara yfir málin. Á fundinum fór byggðaráð í heimsókn til Whales Hauganes ehf. á Hauganes ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að eiga fund með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. og koma á næsta fund byggðaráðs með hugmyndir að lausnum."

Sviðsstjóri veitu- og hafnaviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ehf. þriðjudaginn 13. mars s.l.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:18.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

2.Frá Herberti Hjálmarssyni o.fl.; Fjárhagsáætlun 2018: endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn kl. 13:23.

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað."

Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Á 852. fundi byggðaráðs þann 18. janúar s.l. komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson varðandi ofangreint erindi. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga á millifunda.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Th. vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 13:36.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

3.Frá Mannvirkjastofnun; Úttektir slökkviliða 2017, Dalvík

Málsnúmer 201803048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:47.

Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

Til umræðu ofangreint.

Börkur og Vilhelm Anton véku af fundi kl. 14:11.
Byggaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

4.Frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar v. innleiðingar á nýjum persónuverndarlögum; kaup á ráðgjöf.

Málsnúmer 201612051Vakta málsnúmer

Til umræðu kaup á þjónustu frá verktaka vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundi vinnuhóps og stöðu mála hvað varðar undirbúning innleiðingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ásamt vinnuhópnum að vinna áfram að málinu.

5.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Aðalfundur Lánasjóðsins 2018

Málsnúmer 201803022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 7. mars 2018, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 23. mars 2018 kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík.
Sjá nánar:
http://www.lanasjodur.is/um-lanasjodinn/adalfundir/adalfundur-2018/


Vakin er sérstök athyggli á að seturétt eiga allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn.

Á aðalfundinum er það þannig að framkvæmdarstjóri sveitarfélags fer með atkvæðistrétt síns sveitarfélags nema ef sveitarstjórn hefur tekið sérstaka ákvörðun um annað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sæki fundinn og fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 23. mars n.k.

6.Frá Félagi íslenskra kraftamanna; Norðurlands Jakinn 2018

Málsnúmer 201803038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi íslenskra kraftamanna, dagsett þann 9. mars 2018, þar sem fram kemur að stefnt er á að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins í annað sinn dagana 23. - 25. ágúst 2018 víðsvegar um Norðurland.

Í sjónvarpsþættinum sem gerður verður um keppnina og verður afhentur fullunninn til sýningar hjá RÚV er fléttað saman við aflraunirnar, hrikalegri náttúru , sögu staðana sem farið er á og lífi fólksins þar fyrr og síðar, þetta á að vera svona menningar þáttur í bland við krafta.

Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 140.000 og jafnvel gistingu og einni máltíð (morgunmatur, hádegismatur eða kvöldverður).




Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi þar sem búið er að marka stefnuna í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 varðandi kynningarmál.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201803043Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201803042Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.

Málsnúmer 201803035Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 8. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 28. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.

Málsnúmer 201803020Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 6. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál. Umsagnir berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.

Málsnúmer 201803046Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:18.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs