Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer
Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, kl. 13:15. Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fór yfir hugmyndir er varða breytta starfshætti í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð tekur mjög jákvætt í erindið og sannanlega myndi þetta auka faglegt starf í Dalvíkurskóla. Sérbókun: Monika Margrét Stefánsdóttir, leggur til að þetta verði samþykkt." Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað um ofangreint: "Til máls tók: Freyr Antonsson, um 7. lið; sem leggur fram eftirfarandi bókun varðandi mál 202303015 Breyttir starfshættir grunnskóla tekið fyrir á 282.fundi fræðsluráðs þann 14.júní sl.: Með fundarboði fræðsluráðs fylgdu eftirfarandi gögn: a) Minnisblað teymiskennsla, greinargerð Gunnars Gíslasonar, forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri (MSHA). b) Aukning á yngra stigi_fræðsluráð, greinargerð Friðriks Arnarsonar f.h. skólastjórnenda Dalvíkurskóla. c) Minnisblað-Breyttir kennsluhættir í Grunnskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi þ.e. einn umsjónakennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir í að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel. Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl var skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði. Fleiri tóku ekki til máls. Það er mat sveitarstjórnar að þau gögn sem fylgdu með fundarboði fræðsluráðs útfæri vel hvað það þýði faglega fyrir Dalvíkurskóla að taka upp breytta starfshætti með teymiskennslu, en það vanti upp á útfærslu á áætluðum heildarkostnaði við breytingarnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að kalla eftir frekari fjárhagslegum útreikningum og taka í framhaldinu ákvörðun um afgreiðslu málsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem farið er yfir áætlaðan viðbótarkostnað vegna ofangreindra breytinga. Gert er ráð fyrir fjölgun stöðugilda kennara um 2,45. Einnig kemur fram að þær breytingarnar sem um ræðir eru tvíþættar, annars vegar til að koma til móts við fjölgun nemenda á yngsta og miðstigi og hins vegar til að styrkja fagleg störf kennara og nám barna. Mikilvægt er að huga vel að snemmtækum stuðningi í námi barna og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Með því móti sparast tími og fé þegar börnin eldast og tryggt er að umsjónarkennarar komist yfir dagleg verkefni og kröfur sem gerðar eru til starfsins. Breyttir starfs- og kennsluhættir munu draga úr álagi í starfi og dreifa ábyrgð en á undanförnum misserum hefur álag í starfi aukist sem m.a. hefur birst í kulnun og langtímaveikindum. Erfitt er að meta óbeinan sparnað sem fylgir bættum starfsaðstæðum en hægt er að áætla að sparnaður vegna minni forfalla verði um þriðjungur miðað við sl. skólaár. Fram kemur í minnisblaðinu að þó að það séu settar fram tölur varðandi forföll og yfirvinnu, verður reynt að draga úr því eins og hægt er umfram það sem er nefnt, og munu
skólastjóri og sviðsstjóri skoða það frekar nú í haust. Mikið af þeim forfallstundum sem reiknast á Dalvíkurskóla í dag eru vegna langtímaveikinda. Til umræðu ofangreint. Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:51. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breyttum starfsháttum í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2023. Byggðaráð ítrekar að ekki er komin heimild fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til fyrr en samþykktur viðauki við fjárhagsætlun 2023 liggur fyrir. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði að vinna með sviðsstjóra og skólastjórnendum grunnskóla tillögur og umgjörð að skólastarfi í Dalvíkurbyggð."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni, dagsett þann 5. júlí 2023, frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla þar sem óskað er eftir launaviðauka að upphæð kr. 9.551.525,- nettó vegna viðbótarstöðugilda umsjónarkennara 2,45 frá og með 1. ágúst nk. Inni í upphæðinni er sparnaður á móti að upphæð kr. 2.182.648,- þar sem ekki verður ráðið aftur í 70% starf stuðningsfulltrúa sem sagt hefur starfi sínu lausu.