Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 30. mars 2023 frá fjórum lóðarhöfum frístundahúsalóðanna í landi Skáldalæks ytri. Í erindinu óska lóðarhafar frístundalóðanna í landi Skáldalæks ytra eftir leyfi til þess að fá að breyta deiliskipulagi lóða nr. 1, 2 og 4. Breytingin felst í því að hámarksbyggingarmagn lóða nr. 1, 2 og 4 er aukið úr 110 m² uppí 170 m², annað er óbreytt. Meðfylgjandi erindinu er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dags. 02.04.2023 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Form ráðgjöf. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan fái meðferð samkvæmt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óveruleg deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.