Veitu- og hafnaráð

76. fundur 15. ágúst 2018 kl. 08:00 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201808031Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja gögn um fjárhagsáætlunarferlið og tímaramma. Gert er ráð fyrir a.m.k. þrem fundum veitu- og hafnaráðs vegna vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

2.Suðurgarður, óhapp vegna flugeldasýningar.

Málsnúmer 201808033Vakta málsnúmer

Við flugeldasýningu, sem haldin var við lok Fiskidagsins mikla, varð það óhapp að eldur komst í dekkjaþybbur á Suðurgarði. Talið er að um 55 dekk séu ónýt og er nauðsynlegt að skipta um dekkjastæður á um 60 m kafla.
Borist hefur rafpóstur, dagsettur 14. ágúst 2018, frá formanni Björgunarveitar Dalvíkur þar sem fram kemur að þeim þyki leitt að svona hafi farið og bjóðast til að greiða kostnaðinn af viðgerðum vegna óhappsins.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að ræða við formann björgunarsveitarinnar um hver aðkoma hennar gæti orðið til lagfæringar á þybbunum.

3.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808027Vakta málsnúmer

Breyting var gerð á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar:
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018."

Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá Hafnasjóðs miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79% og breyting á launavísitölu til júní 2018 er 4,44%.
Sviðsstjóra falið að ganga frá gjaldskrá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggja hana fyrir ráðið aftur.

4.Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2019.

Málsnúmer 201808030Vakta málsnúmer

Breyting var gerð á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum og tók hún gildi 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:

"Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%."

Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79%.
Sviðsstjóra falið að ganga frá gjaldskrá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggja hana fyrir ráðið aftur.

5.Upplýsingar um vöruflugninga og heimaflota fyrir árið 2017

Málsnúmer 201807108Vakta málsnúmer

Á hverju ári er óskað eftir upplýsingum um skip sem eru með heimahöfn í höfnum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um vöruflutinga um hafnirnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Landaður afli 2018.

Málsnúmer 201808035Vakta málsnúmer

Landaður afli hjá höfnum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrstu sjö mánuði ársins er 11.500 tonn, sem er um 28% meiri afli en á saman tíma á árinu 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Austurgarður, samantekt kostnaðar.

Málsnúmer 201808034Vakta málsnúmer

Samkvæmt yfirliti, vegna framkvæmda við Austurgarð sem borist hefur frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins, þá er bókfærður heildarkostnaður kr. 318.038.000,- þar af er styrkhæf framkvæmd að fjárhæð kr. 212.259.000,- og greiddur styrkur kr. 127.355.000,-. Samkvæmt framansögðu er kostnaður Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar orðinn kr. 190.682.000,- sem er um 60% af heildarkostnaði. Allar fjárhæðir eru án vsk.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2019.

Málsnúmer 201808024Vakta málsnúmer

Á 71. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 17. janúar 2018 var eftirfarandir fært til bókar undir liðnum Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2018.

"Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018."

Siðasta breyting sem gerð var á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur var á 54. fundi veitu- og hafnaráðs 20.10.2016. Þar var eftirfarandi fært til bókar:

"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið."

Vísitala byggingarkostnaðar í september 2016 var 131,6 stig og í ágúst 2018 er hún 139,9 stig sem er 6,31% breyting.
Til frekari skýringar þá fylgir fundarboði útreikningur á tekjubreytingu veitunnar miðað við framangreindar forsendur.
Lagt fram til kynningar.

9.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2019.

Málsnúmer 201808025Vakta málsnúmer

Breyting var gerð á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
"Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Vatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Aukavatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“ Og einnig „Mælaleiga er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“og að lokum „Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%."

Hér var miðað við vísitölu byggingakostnaða í desember 2017 sem var 136,1 stig.
Vísitala ágústmánaðar er 139,9 verður breytingin á gjaldskránni 2,79%. Á fylgiskjali má sjá breytingu á tekjum veitunnar miðað við þessar forsendur.
Lagt fram til kynningar.

10.Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808026Vakta málsnúmer

Breyting var gerð á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:

"Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“

Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
Hér var miðað við vísitölu byggingakostnaða í desember 2017 sem var 136,1 stig.

Vísitala ágústmánaðar er 139,9 verður breytingin á gjaldskránni 2,79%. Á fylgiskjali má sjá breytingu á tekjum veitunnar miðað við þessar forsendur.
Lagt fram til kynningar.
Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir lið.

11.Viðauki vegna lagnavinna við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201806066Vakta málsnúmer

Umhverfis- og tæknisvið bauð út gatnagerð við Ægisgötu og Öldugötu á Árskógssandi. Þetta var gert í framhaldi af hönnun framkvæmdarinnar. Þá kom í ljós að lagnakefið var orðið töluvert umfangsmeira og kostnaðarmeira en gert hafði verið ráð fyrir.Í framhaldi sótti sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs um viðauka vegna fráveitu - og vatnsveitulagna. Sjá fylgigögn.
Lagt fram til kynningar.

12.Borholureglur, drög til umsagnar.

Málsnúmer 201807080Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 10. júlí 2018, eru send drög að reglum um skráningu, hönnun og frágang borholna og um skil á upplýsingum um borholur til Orkustofnunar. Umræddar drög að reglum eru send til umsagnar og er umsagnarfrestur er til 15. september 2018.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlög drög.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs