Breyting var gerð á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum og tók hún gildi 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
"Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“
Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%."
Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79%.