Veitu- og hafnaráð

14. fundur 24. júní 2014 kl. 16:00 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Gagnagátt - Veitu- og hafnaráð

Málsnúmer 201406075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir aðal- og varamenn ráðsmenn var erindisbréf þess og skipurit.
Einnig kom til umræðu að festa fundardag og tíma.
Varamenn véku af fundi.
Ráðið samþykkir að funda 2. miðvikudag í mánuði kl. 8:15.

2.Icelandic Fisheries Exhibition

Málsnúmer 201403182Vakta málsnúmer

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar er þátttakandi í Sjávarútvegssýningu í Kópavogi í haust.
Hafnastjóra og sviðsstjóra falið að ræða við upplýsingarfulltrúa um undirbúning kynningarinnar á Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar.

3.Hafnasambandsþing 2014

Málsnúmer 201405196Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing 2014 verður haldið á Dalvík og Ólafsfirði dagana 4. og 5. september 2014. Upplýsingar um gististaði hefur verið sent út.
Ráðið samþykkir að formaður og hafnastjóri sæki þingið sem fulltrúar Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

4.Fundargerðir 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 365. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram til kynningar.

5.Langtímastefna fyrir hafnir landsins

Málsnúmer 201405202Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Afrakstur þeirrar vinnu er hér til kynningar,. Þar kemur fram í inngangi m.a.

"Hafnir verði viðurkenndur hornsteinn í grunngerð samfélagins. Þær styrki
efnahagslíf Íslands og verði uppspretta atvinnutækifæra og verðmæta. Stjórnvöld
skynji betur mikilvægi hafna fyrir íslenskt samfélag og tryggi uppbyggingu þeirra
og endurnýjun til jafns við það sem gerist hjá erlendum nágrannahöfnum.
Regluverk ríkisins skapi nauðsynlegan sveigjanleika fyrir hafnir til þróunar og
eflingar atvinnulífs.
Ísland verði viðurkennd þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi. Hafnalandið Ísland
standist samanburð við stærstu hafnir í Evrópu. Á Faxaflóasvæðinu verði ein stór
og öflug vöruskiptahöfn með öflugu samgönguneti milli hafnarsvæða.
Verkaskipting verði skýr milli hafna og á Íslandi verði færri og stærri hafnarsjóðir.
Stöðugleiki einkenni rekstrarumhverfi hafna."
Lagt fram til kynningar.

6.Endurvigtunarleyfi - Fiskmarkaður Norðurlands

Málsnúmer 201405191Vakta málsnúmer

Fiskistofa hefur veitt Fiskmarkaði Norðurlands leyfi til endurviktunar á afla.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársógssandur, tilboð í endurbætur á hafnarkannti

Málsnúmer 201406090Vakta málsnúmer

Óskað var eftir tilboði frá Steypustöð Dalvíkur ehf í viðgerð á steyptum kanti á bryggjunni á Árskógssandi. Tilboðið var innan fjárheimilda í fjárhagsáætlun. Upphæð þess var kr. 2.001.000,- m/vsk. og var því tekið.
Þessu verki er lokið
Lagt fram til kynningar.

8.Dalvíkurhöfn, tilboð í grjóthleðslu og hellulögn.

Málsnúmer 201406091Vakta málsnúmer

Þetta verk var boðið út og fengu fjórir verktaka útboðsgögn. Gefinn var kostur á að bjóða í verkið í heild sinni eða í eingöngu annan hluta þess. Tvö tilboð bárust, annars vegar í grjóthleðslu og hins vegar í hellulögn og frágang.
Dalverk, eignarhaldsfélag ehf. í grjóthleðslu kr. 852.000,-.
EB ehf. í hellulögn og fl. kr. 3.294.000,-.
Umrædd tilboð eru innan fjárheimilda.
Samið hefur verið við tilboðsgjafa á grundvelli fyrirliggjandi tilboða.
Lagt fram til kynningar.

9.Dalvíkurhöfn, hlið á landgang.

Málsnúmer 201406092Vakta málsnúmer

Óskað var eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á hliði á landgang að nýju flotbryggunni. Eftirfarandi tilboð bárust:
Vélvirki ehf 898.000,-
BHS ehf 385.178,-, án uppsetningar
Þór Ingvason 385.000,-.
Lagt er til að lægsta tilboði verði tekið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

10.Stækkun dreifiveitusvæðis hitaveitu

Málsnúmer 201403170Vakta málsnúmer

Erindi hefur bortist frá Orkustofnun um upplýsingar hvað varðar það húsnæði sem ekki nýtur þjónustu Hitaveitu Dalvíkur. Óskað hefur verið eftir að saman verði tekið fjöldi og staðsetning og þá einnig hvers vegna ekki sé unnt að veita þjónustuna.
Fyrir fundinum lá bréf þar sem framagreindri fyrirspurn er svarað.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs