Unnið hefur verið að langtímastefnu fyrir hafnir landsins. Afrakstur þeirrar vinnu er hér til kynningar,. Þar kemur fram í inngangi m.a.
"Hafnir verði viðurkenndur hornsteinn í grunngerð samfélagins. Þær styrki
efnahagslíf Íslands og verði uppspretta atvinnutækifæra og verðmæta. Stjórnvöld
skynji betur mikilvægi hafna fyrir íslenskt samfélag og tryggi uppbyggingu þeirra
og endurnýjun til jafns við það sem gerist hjá erlendum nágrannahöfnum.
Regluverk ríkisins skapi nauðsynlegan sveigjanleika fyrir hafnir til þróunar og
eflingar atvinnulífs.
Ísland verði viðurkennd þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi. Hafnalandið Ísland
standist samanburð við stærstu hafnir í Evrópu. Á Faxaflóasvæðinu verði ein stór
og öflug vöruskiptahöfn með öflugu samgönguneti milli hafnarsvæða.
Verkaskipting verði skýr milli hafna og á Íslandi verði færri og stærri hafnarsjóðir.
Stöðugleiki einkenni rekstrarumhverfi hafna."