Veitu- og hafnaráð

113. fundur 25. mars 2022 kl. 08:15 - 09:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Rúnar Helgi Óskarsson, starfsmaður veitna, sat fundinn undir liðum 1-4.

1.Aðalfundur Samorku 2022

Málsnúmer 202202095Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samorku var haldinn í Reykjavík þann 15. mars 2022. Með fundarboði fylgdi ársreikningur Samorku 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársfundur Norðurorku 2022

Málsnúmer 202203120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir boð frá Norðurorku hf. á ársfund félagsins sem verður haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 15.00 í Menningarhúsinu Hofi.

Sviðsstjóri greindi frá fundi sem forsvarsmenn Norðurorku áttu með Dalvíkurbyggð nýverið. Á fundinum var rætt um að skipað verði í samstarfshóp um rannsóknir og samstarf í veitumálum. Erindisbréf liggur ekki fyrir og því mun verða fjallað nánar um það á næsta fundi ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á ársfund Norðurorku og felur sviðsstjóra að senda inn tilkynningu um þátttöku til Norðurorku.

3.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fjárhagsstaða hafna og veitna það sem af er ári 2022. Einnig fylgi með fundarboði yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar á fjárhagsáætlun 2022. Farið var yfir stöðu verkefna sem eru komin í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Leigusamningur um neysluvatnsöflun

Málsnúmer 202203144Vakta málsnúmer

Í gildi eru 4 leigusamningar um neysluvatnsöflun í Dalvíkurbyggð, við eigendur á Brattavöllum, Litla- Árskógi, Hofsárkoti og á Bakka. Árið 2011 voru gerðir samningar við eigendur á Brattavöllum og í Litla-Árskógi en samningar við Hofsárkot og Bakka eru eldri. Sviðsstjóri óskar eftir heimild ráðsins til að endurskoða eldri samningana til samræmingar við þá sem gerðir voru 2011.

Rúnar Helgi vék af fundi kl. 09:15.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að samræma samninga um neysluvatn í Dalvíkurbyggð og leggja fyrir drög á næsta fundi ráðsins.

5.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands frá 442. fundi þann 18. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202202106Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Ytri hafnarmörk - fyrirspurn til aðildarhafna

Málsnúmer 202203038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi sveitarfélaga dagsett 7. mars, beiðni um upplýsingar.
Á 442. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem var haldinn 18. febrúar sl., var fjallað um áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Í þeim tillögum sem eru í gangi er verið að ræða breytingu á skilgreiningu á hafnasvæðum á sjó. Stjórnin telur að um mjög stórt mál sé að ræða varðandi ábyrgð, hagsmuni og stöðu einstakra hafnarsvæða og því mikilvægt að gefinn sé rýmri tími til að yfirfara og meta þau atriði frá öllum hliðum, áður en frekari tillögur eru útfærðar í þessum efnum.
Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir fari yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð.

Breytingin sem um ræðir hljóðar svo:
"Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar."

Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum.
Einnig væri æskilegt að fá með svörum siglingakort af viðkomandi hafnarsvæði þar sem mörk ytri og innri hafnar, lóðspunktar og annað sem máli skiptir í þessum efnum er merkt inná kortið.

Óskað er eftir upplýsingum frá höfnum og myndum af siglingakortum í seinasta lagi 29. mars nk.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að svara könnuninni og senda inn umbeðin gögn fyrir 29. mars nk.

Veitu- og hafnaráð telur ekki æskilegt að þrengja að núverandi skilgreiningu ytri marka hafna Dalvíkurbyggðar.

8.Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 17. mars 2022 fól byggðaráð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi til kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Skýrslan fylgdi með fundarboði til ráðsins.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfsmannamál Hafna 2022

Málsnúmer 202203141Vakta málsnúmer

Kynning sviðsstjóra á tímabundinni breytingu á starfsmannahaldi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri