Á 113. fundi veitu- og hafnaráðs þann 25. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir boð frá Norðurorku hf. á ársfund félagsins sem verður haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 15.00 í Menningarhúsinu Hofi. Sviðsstjóri greindi frá fundi sem forsvarsmenn Norðurorku áttu með Dalvíkurbyggð nýverið. Á fundinum var rætt um að skipað verði í samstarfshóp um rannsóknir og samstarf í veitumálum. Erindisbréf liggur ekki fyrir og því mun verða fjallað nánar um það á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á ársfund Norðurorku og felur sviðsstjóra að senda inn tilkynningu um þátttöku til Norðurorku."