Veitu- og hafnaráð

91. fundur 04. desember 2019 kl. 08:00 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðar forföll og Óskar Óskarsson mætir í hennar stað.

1.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 201905033Vakta málsnúmer

Frá Siglingaráði hefur borist eftirtalin fundargerð: 19. fundur Siglingaráðs frá 3. október 2019.
Lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fundargerð 417. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Mánudaginn 18. nóvember 2019, kl. 11:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Virkisbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

Einnig fylgdu fundargerðinni eftirtalin fylgiskjöl:

1. Tillaga til þingsályktunar, um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi.

2. Áskorun um að endurskoða ákvæði hafnalaga nr. 61/2003 vegna fiskeldis.
Lagt fram til kynningar.

3.Vogir vegna nýbyggingar 2020.

Málsnúmer 201912020Vakta málsnúmer

Til umræðu hefur verið hvernig vigtun á afla sem til vinnslu fer í nýbyggingu Samherja hf. fer fram. Eftir samtal við Fiskistofu þá verða þær vogir sem notaðar eru að vera eign Hafnasjóðs og starfsmenn hans að sjá um vigtunina. Til tals hefur komið að það þurfi aðra pallavog sem staðsett yrði við Austurgarð.
Sviðsstjóri kynnti tilboð sem borist hafa vegna þessa verkefnis að fjárhæð kr. 5.300.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að semja við bjóðendur á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og þeirri þörf sem Hafnasjóður þarf að uppfylla.

4.Olís, aðstaða í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201911110Vakta málsnúmer

Með rafbréfi frá Olís, sem dagsett er 20. nóvember 2019, kemur eftirfarandi fram:

"Eins og ég fór yfir í morgun þá framlengdum við hjá Olís bryggju á Dalvík árið 2006 til að bæta aðstöðu okkar við bryggjudælu, meðfylgjandi er reikningur vegna þessarar framkvæmdar. Guðmundur Guðlaugsson hefur einnig staðfest við mig að um sé að ræða þessa framlengingu á bryggjunni samkvæmt þeim reikning sem er í viðhengi. Einnig má sjá myndir í viðhengi. Árið 2009 fær N1 leyfi hjá Dalvíkurbyggð til að koma fyrir sinni bátadælu, sem er ekkert óeðlilegt (sjáviðhengi). Það sem aftur á móti vekur spurningar hjá Olís er að hvorki N1 né Dalvíkurbyggð hafi beðið um leyfi til að nota þann hluta bryggjunnar sem Olís sannarlega byggði árið 2006 fyrir starfsemi bryggjudælu N1 í Dalvíkurhöfn. Að okkar mati getur sveitarfélag ekki veitt leyfi fyrir notkun á eigum fyrirtækja. Eðlilegt væri að N1 greiddi Olís með einhverju móti fyrir þá aðstöðu í Dalvíkurhöfn sem N1 hefur afnot af og er sannarlega í eigu Olís."
Sviðsstjóra er falið að skoða málið og kynna það á næsta fundi ráðsins.

5.Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.

Það sem kemur inná málaflokka hjá veitu- og hafnaráði eru t.d.:

Atvinna og nýsköpun: Sjá markmiðin á bls 10, þá sérstaklega áhersluna á að auka opinbert fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar til landshlutans um 40%. Nauðsynlegt er að athuga hvort við getum eitthvað nýtt okkur þá sjóði sem eru í boði, t.d. til rannsóknarvinnu við vatnsöflun í Þorvaldsdal og smávirkjun í Brimnesá.

Umhverfismál: Bls. 25. Óheimilt er að skip brenni olíu í höfnum, og bls. 26. Að 10% af skólpi verði hluti af hringrásarhagkerfinu. Einnig sjá bls. 29. Skoða úrbætur í fráveitumálum og auka meðhöndlun skólps.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að leita upplýsinga um möguleika á utanaðkomandi aðstoð við gerð umsókna með vísan til markmiða sóknaráætlunar.

6.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2019

Málsnúmer 201912008Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2019. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 248,30 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.889.863,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning.

7.Til allra sveitarfélaga - vatnsgjald

Málsnúmer 201911047Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri hafði samband við lögfræðing Samorku vegna þessa máls, en til upplýsingar þá er Samorka samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Fram kom að frestur hefur verið gefinn til að svara bréfi ráðuneytis til 10. janúar 2020 og munu samtökin boða félagsmenn til fundar vegna þessa máls nú í desember.
Lagt fram til kynningar.

8.Framkvæmdir 2020

Málsnúmer 201912017Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti hvaða afgreiðslu tillögur ráðsins að framkvæmdum fengu í sveitarstjórn.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju með afgreiðslu sveitarstjórnar á framkvæmdaáætlun veitu- og hafnasviðs 2020.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs