Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer
Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.
Það sem kemur inná málaflokka hjá veitu- og hafnaráði eru t.d.:
Atvinna og nýsköpun: Sjá markmiðin á bls 10, þá sérstaklega áhersluna á að auka opinbert fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar til landshlutans um 40%. Nauðsynlegt er að athuga hvort við getum eitthvað nýtt okkur þá sjóði sem eru í boði, t.d. til rannsóknarvinnu við vatnsöflun í Þorvaldsdal og smávirkjun í Brimnesá.
Umhverfismál: Bls. 25. Óheimilt er að skip brenni olíu í höfnum, og bls. 26. Að 10% af skólpi verði hluti af hringrásarhagkerfinu. Einnig sjá bls. 29. Skoða úrbætur í fráveitumálum og auka meðhöndlun skólps.