Með rafbréfi frá Olís, sem dagsett er 20. nóvember 2019, kemur eftirfarandi fram:
"Eins og ég fór yfir í morgun þá framlengdum við hjá Olís bryggju á Dalvík árið 2006 til að bæta aðstöðu okkar við bryggjudælu, meðfylgjandi er reikningur vegna þessarar framkvæmdar. Guðmundur Guðlaugsson hefur einnig staðfest við mig að um sé að ræða þessa framlengingu á bryggjunni samkvæmt þeim reikning sem er í viðhengi. Einnig má sjá myndir í viðhengi. Árið 2009 fær N1 leyfi hjá Dalvíkurbyggð til að koma fyrir sinni bátadælu, sem er ekkert óeðlilegt (sjáviðhengi). Það sem aftur á móti vekur spurningar hjá Olís er að hvorki N1 né Dalvíkurbyggð hafi beðið um leyfi til að nota þann hluta bryggjunnar sem Olís sannarlega byggði árið 2006 fyrir starfsemi bryggjudælu N1 í Dalvíkurhöfn. Að okkar mati getur sveitarfélag ekki veitt leyfi fyrir notkun á eigum fyrirtækja. Eðlilegt væri að N1 greiddi Olís með einhverju móti fyrir þá aðstöðu í Dalvíkurhöfn sem N1 hefur afnot af og er sannarlega í eigu Olís."