Umhverfisráð

13. júní 2012 kl. 16:15 - 19:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur verið að vinna að tillögu um ýmsa þætti er lúta að stjórnsýslu sveitarfélagins og eru þessi drög að siðareglum fyrir kjörinna fulltrúa einn þáttur í því.
Lagt fram til kynningar og upplýsingar.

2.Umsókn um framkæmdir við Ingvarir, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201205108Vakta málsnúmer

Í rafpósti sem dagsettur er 29. maí 2012 er óskar Sylvía Ósk Ómarsdóttir eftir því að:
a. stækka bílskúrshurð og breyta þaki á bílskúr, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
b. Koma fyrir 9 m2 garðhúsi SV við íbúðarhúsið. Vísað er til ljósmyndar af því.
Umhverfisráð samþykkir umbeðnar breytingar á bílskúr og byggingu á garðhúsi og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir þeim

3.Umsókn um byggingarleyfi að Hafnarbraut 25, Dalvík.

Málsnúmer 201206008Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 6. júní 2012, sækir Svanfríður Inga Jónasdóttir um leyfi til þess að byggja sólskála samkvæmt byggingarnefndarteikningum sem unnar eru af AVH Akureyri.
Umhverfisráð samþykkir erindið og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi.

4.Hestaskjól á spildu umsækjanda norðan við Hauganes.

Málsnúmer 201205090Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 15. maí 2012, sækir Elvar Reykjalín leyfis að gera hestasjól úr tveimur gámum með þaki yfir, sjá meðfylgjandi teikningu og loftmynd.
Umhverfisráð getur ekki fallist á framangreindan frágang á hestaskjóli og hafnar erindinu því samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir búgarðabyggð.

5.Náttúruverndarmál; staða mála í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201205075Vakta málsnúmer

Á 627. fundi bæjarráðs var framangreindu erindi vísað til umhverfisráðs.
Valur Þór Hilmarsson sendi til bæjarstjórna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar minnispunkta um "Verndun annesja á Tröllaskaga". Var það gert í framhaldi af því að erindi hans var tekið fyrir á 127. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar. Nefndin óskaði eftir því við umhverfisfulltrúa að hann kannaði hug Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar til að reka saman eina náttúruverndarnefnd.
Umhverfisráð fer með þennan málaflokk f.h. bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er Múlinn á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar og er á aðalskipulagsuppdrættir er merktur þar sem 502-Hv.e.Sé þörf á frekari umfjöllun um það landsvæði er umhverfisráð tilbúinn til að fjalla um það f.h Dalvíkurbyggðar.

6.Gámar, gjaldskrá fyrir stöðuleyfi

Málsnúmer 201206013Vakta málsnúmer

Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 kafla 2.6. er fjallað um stöðuleyfi og fyrir hverju þar þarf að sækja um slíkt leyfi. Í 51. gr. laga um mannvirki nr. 126/2011 er fjallað um heimild til sveitarstjórna að setja gjaldskrá um sama efni.
Umhvefisráð hefur skoðað gjaldskrá Hafnastjórnar Dalvíkurbyggðar og leggur til við bæjarstjórn að stöðuleyfi fyrir geymslugáma í Dalvíkurbyggð skulu taka mið af henni þ.e.a.s. að ársgjaldi fyrir 20 feta gám yrði kr. 12.000,- og fyrir 40 feta gám yrði það kr. 24.000,-.Framangreind gjaldskrá tekur gildi frá og með 1. júlí 2012.

7.Sophirða í tölum 2012

Málsnúmer 201203004Vakta málsnúmer

Til upplýsingar fyrir ráð eru birtar magntölur vegna sorphiðu fyrir tímabilið jan - apríl ásamt frekari gögnum um skiptingu á milli úrgangsflokka.
Umhverfisráð hefur rætt um þá samninga sem eru í gildi við verktaka sem sjá um sorphirðu. Það er vilji ráðsins að fara í enn frekari flokkun og felur bæjarstjóra og sviðstjóra að leggja fram á næsta fund ráðsins ný samningsdrög um sorphirðu í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs