Náttúruverndarmál; staða mála í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201205075

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 0. fundur - 13.06.2012

Á 627. fundi bæjarráðs var framangreindu erindi vísað til umhverfisráðs.
Valur Þór Hilmarsson sendi til bæjarstjórna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar minnispunkta um "Verndun annesja á Tröllaskaga". Var það gert í framhaldi af því að erindi hans var tekið fyrir á 127. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar. Nefndin óskaði eftir því við umhverfisfulltrúa að hann kannaði hug Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar til að reka saman eina náttúruverndarnefnd.
Umhverfisráð fer með þennan málaflokk f.h. bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er Múlinn á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar og er á aðalskipulagsuppdrættir er merktur þar sem 502-Hv.e.Sé þörf á frekari umfjöllun um það landsvæði er umhverfisráð tilbúinn til að fjalla um það f.h Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 631. fundur - 28.06.2012

Á 627. fundi bæjarráðs þann 24. maí 2012 var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskar eftir umsögn ráðsins.

Á 227. fundi umhverfisráðs þann 13. júní 2012 var eftirfarandi bókað:
Á 627. fundi bæjarráðs var framangreindu erindi vísað til umhverfisráðs.
Valur Þór Hilmarsson sendi til bæjarstjórna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar minnispunkta um "Verndun annesja á Tröllaskaga". Var það gert í framhaldi af því að erindi hans var tekið fyrir á 127. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar. Nefndin óskaði eftir því við umhverfisfulltrúa að hann kannaði hug Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar til að reka saman eina náttúruverndarnefnd.

Umhverfisráð fer með þennan málaflokk f.h. bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er Múlinn á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar og er á aðalskipulagsuppdrættir er merktur þar sem 502-Hv.e.

Sé þörf á frekari umfjöllun um það landsvæði er umhverfisráð tilbúinn til að fjalla um það f.h Dalvíkurbyggðar.


Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð verði kynnt ofangreind umsögn umhverfisráðs.