Umhverfisráð

253. fundur 08. ágúst 2014 kl. 09:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Linda Geirdal Stefánsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.164. fundargerðir HNE 2014

Málsnúmer 201403076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð hefur kynnt sér fundargerðina og gerir ekki athugasemdir. Ráðið felur sviðsstjóra að taka til endurskoðunar verklagsreglur sveitarfélagsins varðandi númerslausa bíla og lausamuni á götum, bílastæðum og lóðum.

2.Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 201406149Vakta málsnúmer

Kristín A. Símonardóttir kt. 190964-2729 og Bjarni Gunnarsson kt. 030763-2119 eigendur Vegamóta óska eftir stækkun á lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki gengið frá umbeðinni stækkun til vesturs, þar sem umræddu svæði hefur þegar verið úthlutað til annara aðila.
Þar sem deiliskipulag er í vinnslu á þessu svæði frestar ráðið afgreiðslu á stækkun lóðarinnar til suðurs. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur um skipulag á svæðinu.

3.Flutningur á skilti

Málsnúmer 201407072Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 17. júlí 2014 óskar Hjörleifur Hjartarsson fyrir hönd Náttúrusetursins á Húsabakka eftir leyfi til að flytja skilti sem vísar á Friðland fuglanna og einnig aðkomu sveitarfélagsins að því verki.
Umhverfisráð óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða staðsetningu og minnir á að aðilar máls þurfa að sjá um framkvæmdina á eigin kostnað í samráði við umhverfisstjóra.

4.Lokun námu við Hálsá

Málsnúmer 201407074Vakta málsnúmer

Erindi frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar lokunar á námu við Hálsá.
Umhverfisráð tekur vel í fyrirhugaðar framkvæmdir, en leggur áherslu á að verkefnið sé unnið í samráði við sviðsstjóra.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201407076Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Jökli Bergmann Þórarinssyni dags. 29. júlí 2014 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir tvo gistiskála að Klængshóli landnr. 220836 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina, en bendir á að í yfirferð Skipulagsstofnunar er sérstaklega bent á mikilvægi styrkingar mannvirkja á snjóflóðahættusvæði B samkvæmt reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirðahættumats nr. 505/2000 m.s.br.

6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201407082Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 30.júlí 2014 óskar Hjörleifur Stefánsson kt. 121247-3489 eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Gullbringulæk landnr. 222391 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina með fyrirvara um að öll gögn berist sviðsstjóra.

7.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Umfjöllun vegna auglýsingar á nýju deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Hamars.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Hamars skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.

8.Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi

Málsnúmer 201408008Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 01. ágúst 2014 óskar Logi Már Einarsson fyrir hönd lóðarhafa Hamars lóð B3 eftir endurnýjun á byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá endurnýjun á leyfinu þegar tilskilin gögn hafa borist. Kristín Dögg Jónsdóttir situr hjá.

9.Umferð hestamanna í fólkvanginum

Málsnúmer 201408009Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá íbúa vegna umferðar og umgengni hestamanna í fólkvanginum
Umhverfisráð þakkar innsent erindi og leggur til að sett verði upp skilti þar sem umferð hesta er bönnuð í Bögg og öðrum göngustígum í fólkvanginum.
Sviðsstjóra falið að hafa samband við formann hestamannafélagsins Hrings um samvinnu.

10.Fyrirspurn vegna Karlsbrautar 2, Dalvík

Málsnúmer 201408010Vakta málsnúmer

Innkomin fyrirspurn dags. 1. ágúst 2014 frá teikistofunni Kollgátu vegna lóðarinnar Karlbrautar 2, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og fagnar fyrirhuguðum kaupum. Ráðið vill þó benda á að fyrirhuguð viðbygging við Karlsbraut 2 og breytt starfsemi þarf að fara í grendarkynningu.

11.Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 01. ágúst 2014 óskar Þórhalla Franklín Karlsdóttir fyrir hönd Mótorsportfélags Dalvíkur eftir nýju svæði fyrir félagið samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð fagnar erindinu, en þar sem stór hluti svæðisins liggur innan Friðlands og leigulands Hrísa getur ráðið ekki fallist á umbeðna staðsetningu.
Sviðsstjóra falið að finna staðsetningu í samráði við Mótorsportfélagið.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Linda Geirdal Stefánsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs