Á 704. fundi byggðarráðs þann 21. ágúst 2014 var frestað afgreiðslu á eftirfarandi lið frá 253. fundi umhverfisráðs frá 8. ágúst 2014,8. liður, og samþykkt að óska frekari upplýsinga.
201408008 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi
Með rafpósti dags. 01. ágúst 2014 óskar Logi Már Einarsson fyrir hönd lóðarhafa Hamars lóð B3 eftir endurnýjun á byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir með fjórum atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá endurnýjun á leyfinu þegar tilskilin gögn hafa borist. Kristín Dögg Jónsdóttir situr hjá.
Formaður byggðarráðs upplýsti að nýtt deiliskipulag hefur ekki tekið gildi.