Sveitarstjórn

246. fundur 16. apríl 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll sem og varamaður hans Óskar Óskarsson. Ekki kom fram ósk um boðun varamanns í stað Óskars.
Jóhann Ólafsson boðaði forföll og Anna Guðný Karlsdóttir mætti í hans stað.
Sveinn Arndal Torfason boðaði ekki forföll og engin mætti í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 659, frá 21.03.2013.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 660, frá 11. apríl 2013.

3.Félagsmálaráð - 168, frá 9. apríl 2013.

4.Menningarráð - 36, frá 27. mars 2013.

5.Umhverfisráð - 237, frá 10. apríl 2013.

6.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2012. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2012 og lagði fram skýrslu endurskoðanda.



Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um kr. 1.734.000, áætlun með viðauka gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöður að upphæð kr. - 13.238.000.
Rekstrarniðurstaða samantekið A- og B- hluta var jákvæð um kr. 42.810.000 en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 51.754.000.

Handbært fé frá rekstri var kr. 236.709.000 fyrir A- og B- hluta en áætlun gerði ráð fyrir kr. 210.621.000.
Fjárfestingar fyrir A- og B- hluta voru kr. 155.561.000 og söluverð rekstrarfjármuna var kr. 84.056.000.
Veltufjárhlutfallið var 1,05.
Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok kr. 885.999.000 en í árslok 2011 voru þær kr. 1.021.162.000.
Ekkert lán var tekið á árinu 2012. Skuldahlutfall er 86,8% fyrir samantekið A- og B- hluta.

Guðmundur St. Jónsson.


Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2012 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

7.Sveitarstjórn - 245, til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs