Menningarráð

68. fundur 03. júlí 2018 kl. 15:00 - 17:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gagnagátt 2018-2022, menningarráð

Málsnúmer 201806101Vakta málsnúmer

Farið var yfir hvaða gögn má finna undir gagnagáttinni, s.s. starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2018, Menningarstefnu, erindisbréf o.fl.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundartími Menningarráð

Málsnúmer 201807003Vakta málsnúmer

Menningarráð samþykkir að haldnir verði 6-8 fundir á ári. Fundartími ráðsins verði fyrsta fimmtudag mánaðar kl. 8:15.

3.Tilnefning ritara

Málsnúmer 201807004Vakta málsnúmer

Formaður Menningarráðs leggur til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs riti fundargerðir ráðsins.
Ráðið samþykkir tillögu formanns.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðssjalasafns kom inn á fundinn undir þessum lið kl 15:30.

4.Erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201806131Vakta málsnúmer

Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar:
1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí.
2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina.
3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.
4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar.
1) Sér liður á dagskrá fundarins.
2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram.
3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs.
4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins.
Björk Hólm vék af fundi kl. 16:00

5.Beiðni um styrk vegna sýningarinnar "Demantar Dalvíkur"

Málsnúmer 201806123Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Ragnari Þoroddssyni um styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000 til að geta haft sýninguna á verkum Brimars opna í júlí.
Menningrráð samþykkir samhljóða beiðnina.Tekið út af málaflokki 05810

6.Uppsögn - Byggðasafn

Málsnúmer 201806042Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um uppsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns á Byggðasafninu Hvoli og tók uppsögnin gildi frá og með 1.júní 2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Menningarfélagið Berg ses. - Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201807017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs