Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júli 2018 var eftirfarandi bókað:
"Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns lagði fyrir menningarráð eftirfarandi spurningar: 1) Er möguleiki á að hafa Brimars sýninguna opna út júlí. 2) Möguleikann á að bjóða upp á leiðsagnir yfir Fiskidagshelgina. 3) Vill Dalvíkurbyggð kaupa eintök af bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa. 4) Hvert er hlutverk og stefna Listaverkasafns Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð tók fyrir erindi frá forstöðumanni Bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar. 1) Sér liður á dagskrá fundarins. 2) Menningarráði líst vel á hugmyndina en ekki liggur fyrir formleg umsókn með kostnaðaráætlun og því er sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna málið áfram. 3) Menningarráði finnst hugmyndin góð og vísar þessum lið til Byggðaráðs. 4) Farið var yfir söfnunarstefnu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar. Málið verður tekið upp á næsta fundi ráðsins."
Til umfjöllunar 3. liður hér að ofan sem vísað er til byggðaráðs, þ.e. kaup á bókinni "Demantar Dalvíkurbyggðar" til gjafa.