Menningarráð

29. fundur 08. mars 2012 kl. 08:00 - 09:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Svanfríður Jónasdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá
Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs boðaði forföll og var Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri starfsmaður fundarins í hennar stað.

1.Uppsögn safnstjóra á bóka- og héraðsskjalasafni - næstu skref

Málsnúmer 201202112Vakta málsnúmer

&&Með fundarboði fylgdi uppsagnarbréf frá Sigurlaugu Stefánsdóttur safnstjóra bóka- og héraðsskjalasafns.

 

Umræða varð um þau stöðugildi sem tilheyra menningarmálum og þær áherslur sem menningarráð vill sjá í starfi safnanna á næstu árum.

 

Menningarráð þakkar Sigurlaugu fyrir störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

 

Jafnframt felur menningarráð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi og hefja ráðningarferli í samvinnu við Capacent.

2.Menningarsjóður 2012

Málsnúmer 201202113Vakta málsnúmer

&Með fundarboði fylgdu reglur menningarsjóðs.

 

Menningarráð samþykkir að vinna eftir þeim óbreyttum og auglýsa á næstunni eftir umsóknum í sjóðinn. Jafnframt er stefnt að afgreiðslu umsókna á næsta fundi ráðsins. Ráðið minnir á að styrkþegar eiga að skila greinargerð að verkefni loknu sbr. 5. gr. reglnanna.

3.Styrkveitingar; almennar reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112049Vakta málsnúmer

&Með fundaboði fylgdu reglur til umsagnar um styrkveitingar.

 

Menningarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar eins og þær liggja fyrir.

4.Styrkumsóknir í Menningar- og viðurkenningasjóð 2012

Málsnúmer 201202001Vakta málsnúmer

Afgreiðslu þessar liðar er frestað til næsta fundar ráðsins þegar auglýst hefur verið eftir umsóknum úr sjóðnum.

5.Önnur menningarmál 2012

Málsnúmer 201202115Vakta málsnúmer

&Rætt var um menningarstefnu sveitarfélagsins. Ráðið samþykkir að stefna að málþingi um menningarmál í sveitarfélaginu í haust sem aðdraganda að endurskoðun á menningarstefnunni.

 

Fundi slitið - kl. 09:15.

Fundargerð ritaði: Svanfríður Jónasdóttir Bæjarstjóri