Menningarráð

106. fundur 29. október 2024 kl. 08:15 - 09:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Sigvaldi Gunnlaugsson.

Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Safna og Menningarhússins Berg.

1.Tillaga um vinnuhóp vegna byggðasafnsins og húsnæðismála

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að vinnuhópi:
Forstöðumaður safna, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr menningarráði, fulltrúi úr byggðaráði, fulltrúi úr skipulagsráði.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Lovísa María Sigurgeirsdóttir sitji fyrir hönd menningarráðs í vinnuhópnum.

2.Starfsmannamál á söfnum og Menningarhúsi Berg

Málsnúmer 202005069Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir starfsmannamál hjá söfnum og Menningarhúsi.
Lagt fram til kynningar

3.Útboð á rekstri á kaffihúsi í Bergi

Málsnúmer 202303050Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að útboðsgögnum fyrir rekstur á kaffihúsi í Menningarhúsinu Bergi.
Menningarráð gerir ekki athugasemdir við útboðsgögn og óska eftir að þau verði auglýst sem fyrst.

4.Fjárhagslegt stöðumat 2024 fyrir málaflokk 05. Menningarmál

Málsnúmer 202404139Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fer yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir söfn og Menningarhúsið Berg.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:25.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs