Hlutverk og verkefni ungmennaráðs

Málsnúmer 202309052

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 40. fundur - 08.09.2023

Ráðið telur mikilvægt að sýnileiki verði meiri og fleiri þekki til ungmennaráðs. Þessu telur ráðið geta náð betur með því að vera með fleiri viðburði á vegum ráðsins. Stefnt er að frekara samstarfi félagsmiðstöðvar og ungmennaráðs til að gera fleiri viðburði. Eitt af því sem er í skoðun er ball fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð - 41. fundur - 03.11.2023

Lárus er kosinn áfram sem formaður ráðsins. Íssól Anna kosin varamaður ráðsins.
Ráðið ætlar að vera með kakó og piparkökur í boði þegar jólasveinarnir koma á svalirnar.
Ráðið stefnir á að halda ball fyrir ungmenni í samstarfi við félagsmiðstöðina í vor. Undirbúningur hefst í vetur.
Ráðið hefur áhuga á að funda með öðrum ungmennaráðum á svæðinu.

Ungmennaráð - 42. fundur - 26.01.2024

Farið yfir verkefnin sem framundan eru. Stefnt er að því að halda ball fyrir ungmenni á árinu.
Næstu tveir fundir ráðsins verða mánudaginn 26. febrúar á Akureyri og föstudaginn 22. mars á Dalvík.

Ungmennaráð - 43. fundur - 19.09.2024

Tekið fyrir erindisbréf Ungmennaráðs dag.
Ungmennaráð samþykkir erindisbréf ungmennaráðs með fjórum atkvæðum samkvæmt þeim umræðum sem fóru fram á fundinum.

Ungmennaráð - 44. fundur - 28.11.2024

Farið er yfir næst verkefni ungmennaráðs fyrir næstu misseri.
Kakó og piparkökur í desember, kanna áhuga á 16 opnun í félagsmiðstöð milli jóla og nýárs.