Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 244. fundur - 10.11.2020

Lagt fram til kynningar stöðuskýrslur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Alls er um 4 skýrslur að ræða.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 245. fundur - 08.12.2020

Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 246. fundur - 12.01.2021

Lagður fram til kynningar rafpóstur dags. 04.01.2021 frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 247. fundur - 09.02.2021

Lögð var fram til kynningar stöðuskýrsla frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 dags. 28.01.2021.
Fram kemur í skýrslunni að almennt atvinnuleysi á Íslandi hafi verið 10,7% í desember. Vanlíðan, kvíði og fjárhagslegar áhyggjur eru þeir þættir sem félagasamtök segja einkenna stóran hóp skjólstæðinga sem til þeirra leita í stuðningsþjónustu.
Einnig kemur fram að forráðamenn 34% barna af tekjulágum heimilum sem rétt eiga til sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja hafi athugað rétt sinn hjá island.is
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 249. fundur - 13.04.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25.mars 2021 þar sem fram kemur stöðuskýrslur uppbyggingarteymis sem samanstendur af Félagsmálaráðuneytinu, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 250. fundur - 11.05.2021

Lagt fram til kynningar tvær stöðuskýrslur frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekin fyrir stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 28.05.2021
Lögð fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 256. fundur - 08.02.2022

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 dags. 21.01.2022. Í skýrslunni kemur fram að í gegnum heimsfaraldurinn hafa sveitarfélög og starfsfólk í velferðarþjónustu sýnt mikla útsjónarsemi, sveigjanleika og fagleg vinnubrögð þegar upp hafa komið áskoranir sem lúta að sóttvörnum, smitum, mönnunarvanda og ýmsu fleiru. Sveitarfélögin reka sólarhringsþjónustur sem ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað þótt starfsfólk og íbúar lendi í einangrun eða sóttkví. Í ljósi þessa ákvað sérstakt viðbragðs- og uppbyggingarteymi félagsmálaráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga að senda út spurningalista til allra sveitarfélaga til að fá betri mynd af þeim áskorunum sem faraldurinn er að valda. Víða er ástandið erfitt, þurft hefur að skerða þjónustu víða s.s. liðveisla, félagsstarf aldraðra, heimaþjónusta, dvöl í skammtímavistun o.fl. Lífsnauðsynleg þjónusta hefur verið varin til hins ýtrasta.
Lagt fram til kynningar.