Félagsmálaráð

256. fundur 08. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Gunnar Eiríksson boðaði forföll og kom í hans stað Haukur Gunnarsson. Eva Björg Guðmundsdóttir boðaði einnig forföll og enginn kom í hennar stað.

1.Beiðni um heimilisþjónustu jan 2022

Málsnúmer 202201026Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202201026

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202202026Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202202026

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202202024Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202202024

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Hækkun á matarbökkum frá Dalbæ

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstjóra Dalbæjar, Elísu Rán Ingvarsdóttur, dags. 01.02.2022
Stjórn Dalbæjar samþykkti á fundi sínum í desember að gerðar yrðu nauðsynlegar verðskrárhækkanir á seldu fæði. Stök hádegismáltíð hefur lengi kostað 780 kr. en mun nú frá 1. febrúar 2022 kosta 900 kr.

Lagt fram til kynningar.

5.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.

Málsnúmer 202201113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 25.01.2022 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Þar er óskað umsagnar um tillögur til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál
Lagt fram til kynningar.

6.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 dags. 21.01.2022. Í skýrslunni kemur fram að í gegnum heimsfaraldurinn hafa sveitarfélög og starfsfólk í velferðarþjónustu sýnt mikla útsjónarsemi, sveigjanleika og fagleg vinnubrögð þegar upp hafa komið áskoranir sem lúta að sóttvörnum, smitum, mönnunarvanda og ýmsu fleiru. Sveitarfélögin reka sólarhringsþjónustur sem ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað þótt starfsfólk og íbúar lendi í einangrun eða sóttkví. Í ljósi þessa ákvað sérstakt viðbragðs- og uppbyggingarteymi félagsmálaráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga að senda út spurningalista til allra sveitarfélaga til að fá betri mynd af þeim áskorunum sem faraldurinn er að valda. Víða er ástandið erfitt, þurft hefur að skerða þjónustu víða s.s. liðveisla, félagsstarf aldraðra, heimaþjónusta, dvöl í skammtímavistun o.fl. Lífsnauðsynleg þjónusta hefur verið varin til hins ýtrasta.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagsáætlun ársins 2022 sem og niðurstöður ársins 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Haukur Gunnarsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi